Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 4

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 4
2 / UPPI Á TENINGNUM ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN Á að verðlauna rithöfunda? Og fyrir hvað? Eru þeir nokkuð annað en lit- ríkir páfagaukar þar sem þeir sitja á öðrum fæti hver á sinni grænu bók- menntagrein innilokaðir í fuglabúri frásagnarlistarinnar? Þessar spurningar verða ekki ræddar hér. Hins vegar er ætlunin að fjalla í stuttu máli um bókmennta- verðlaunin sem Félag íslenskra bóka- útgefenda stofnaði til á síðastliðnu ári og kallast „íslensku bókmenntaverð- launin sem forseti íslands afhendir“. Tilgangur verðlaunanna er að „styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjöl- miðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir.“ Verð- launabókin er valin með þeim hætti að útgefendur tilnefna bækur til verð- launanna og borga 30.000 kr með hverri bók sem þeir tilnefna. Þessi framlög mynda sjóðinn sem verð- launin eru veitt úr, ein milljón króna. Úr tilnefndum bókum valdi tíu manna dómnefnd (sem undirritaður átti sæti í), skipuð af ýmsum stéttar- og félagasamtökum, svo og embætti forseta íslands, „tíu athyglisverðustu bækur ársins“ og var tíu bóka listinn birtur í bvrjun desember. Úr þessum tíu bókum kaus síðan fimm manna dómnefnd verðlaunabókina með hliðsjón af innsendum atkvæða- seðlum frá almenningi. Fljótt bar nokkuð á gagnrýni á íslensku bókmenntaverðlaunin, bæði í blöðum og sjónvarpi; þó ef til vill furðu lítið miðað við það sem búast mátti við. Sérstaklega beindust athugasemdir að tíu bóka listanum, og þá einkum tímasetningunni, bæði fyrir meintan auglýsingakeim og eins fyrir að taka fram fyrir hendurnar á fólki og miðstýra vali bestu bóka ársins. Ennfremur heyrðust þær raddir að frekar hefði átt að ein- skorða valið við fagurbókmenntir eða skipta verðlaununum í tvennt ella, fagurbókmenntir og önnur rit. Alvar- legasta gagnrýnin var þó ef til vill sú, að tíu bóka listinn kynni að skyggja á aðrar jafn athyglisverðar bækur sem komust hvorki að í auglýsingaflóð- inu, á metsölulistanum né í „tístirn- inu“. Nú er það svo, að oft gleymist að spyrja að aðalatriðinu. Hvers konar verðlaun eru þetta? Svarið er að hér er um að ræða bókmenntaverðlaun bókaútgefenda sjálfra. Þeir veita verðlaunin og leggja til verðlaunaféð með tilnefndum bókum. Hér er því um að ræða einkaframtak Félags bókaútgefenda, ekki nein opinber verðlaun af hálfu ríkisins. Samt sem áður hafa verðlaunin um margt á sér opinberan svip, bæði sökum þess að þau eru afhent af forseta allra landsmanna, vegna aðildar stéttarfé- laga og forsetaembættis að skipun dómnefndanna og vegna þess að sam- bærileg verðlaun eru ekki til í land- inu. En fyrst þetta eru bókaútgefend- averðlaun, hvers vegna er þá dóm- nefnd og afhendingu háttað á þann veg sem raun ber vitni? Skipan dómnefndanna virðist mér helgast af því að bókaútgefendur telji sig eiga hagsmuna að gæta og geti því ekki staðið að valinu á óhlutdrægan hátt: Félag bókaútgefenda treysti sér ekki til að mismuna félagsmönnum með því að standa beint að því að velja tíu athyglisverðustu bækurnar úr hópi þeirra bóka sem félagsmenn þeirra hafa tilnefnt hver í sínu lagi. Þess vegna hugsi þeir sér að óháðir aðilar velji bækurnar því að þannig náist tiltölulega hlutlœgt mat, e.t.v. einkum gagnvart hagsmunaaðilunum sjálfum, einstökum bókaútgefendum. Sú ákveðna tilhögun sem nú var höfð á skipun dómnefndanna er í sjálfu sér aukaatriði. Aðalatriðið er að dóm- nefndirnar séu sjálfstæðar gagnvart bókaútgefendum. Hins vegar má ljóst vera að með núverandi fyrirkomu- lagi, þarsem tilnefningin er jafnframt fjármögnunarleið, er forvalið í höndum útgefendanna sjálfra, ekki dómnefnda. Þar með eru „vinnslu- stigin“ í rauninni orðin þrjú og sjálf- stæði dómnefndanna skert verulega. Þær geta ekki tekið til umfjöllunar önnur rit en þau sem einstakir útgef- endur hafa ákveðið að tilnefna til verðlaunanna. Og þetta er höfuðatr- iði: það er engan veginn óhjákvæmi- legt að mat útgefanda og mat dóm- nefndar fari hér saman. En hvers konar bækur er verið að velja? Tilgangurinn er sá að beina kastljósinu að frumsömdum íslenskum bókum. Það er gert með því að velja tíu athyglisverðustu bœkur ársins, ekki tíu bestu bók- menntaverkin. Og er þó engan veg- inn tryggt að nákvæmlega tíu athygl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.