Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 18
16 / DÖNSKU SKÁLDIN BO GREEN JENSEN 1 - SUMARIÐ LOKAR 79 Borgin er falin á bak við skóginn, Það er flóð, auðn og ísbreiða. Klukkan gefur merki um upphaf endalokanna Og húmið er þétt. Hann reykir oo Reykurinn er þunnur og hverfur hratt. Hann situr með hliðina að, óhagganlegur. Flaskan hylur skjálftann í hönd hans °° í landslaginu fyrir augum hans Leika draugar og afturgöngur Eltingaleik og manst-þú-eftir-mér. Hann getur það °° Stundarkorn í auga hans Rissar útlínur á mjúkar slæður Og gefur stjörnum ljósfingur. Augu hans snúa að glóð vestursins Þar sem sólin er að setjast, Bolti úr eldi í bálköst úr ryki °° Upphafið er í austri Falið og læst að baki Tærra múra úr tíma sem leið, Það er aðeins aftur á morgun. Steinarnir eiga sér raddir °° sálumessu, bið hans kvöldsöng, tortímingu hans Þar sem útlínur myrkursins skera sjóndeildarhringinn Og hæðirnar kyssa himininn bless Standa líf og tími saman og kyrrlát °° tár á himninum stjarna í augliti hans Og í móðunni sem umlykur augu hans Er allt blíð endalok. PIA TAFDRUP HÖRUNDIÐ Hörundið er mín einu landamæri farðu yfir þau þar sem ljósið er skærast ekki loka heiminn úti eða mig inni sýndu mér að sólin á himninum sé draumurinn í sjálfri mér hinn logandi raunveruleiki þegar þú bítur gat og lætur mig finna að það er enginn munur á ytri og innri hlið sársauka og ástaratlotum steinum og orðum ég er sú sem glúpnar undan árásum þínum opna mig í löngun eftir því að vera til allsstaðar og í eitt skipti fyrir öll gef þú mér það sem þú átt af öllu ég krefst ekki annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.