Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 44

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 44
42 I BRETASÖGUR ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON IAIN BANKS - KÓMÍSKAR MARTRAÐIR OG FJÖLSKRÚÐUGT ULGANGSLEYSI Iain Banks er fæddur og uppalinn Skoti, hálffertugur; hann hefur numiö ensk fræði og heimspeki í háskóla. Hann mun hafa fengist við skáldsagnagerð frá 16 ára aldri en fyrstu bókina gaf hann út þrítugur árið 1984, The Wasp Factory. Hann hefur sent frá sér alls 6 miðlungs- langar skáldsögur, þar af tvær efnis- lega tengdar vísindaskáldsögur (Consider Phlebas og The Player og Games) undir nafninu Iain M. Banks til aðgreiningar frá öðrum verkum sínum. Til að takmarka viðfang þess- arar stuttu kynningar látum við þær liggja á milli hluta hér enda falla þær illa í þá heildarmynd sem gera má sér af hinum bókunum fjórum sem þó eru ærið fjölskrúðugar. Banks er í hópi þeirra höfunda sem eru svo gæfusamir að hafa skapað sér sérstöðu en hjá honum felst hún í furðulegu ólgandi hugmyndaflugi sem greina má í tvennt: annars vegar andstyggilegur og hugvitsamlegur óhugnaður sem veitir innsæi í tak- marklausa mannvonsku, hins vegar súrrealískar fantasíur svo fyndnar og heillandi að „lesandinn fyllist söknuði þegar veruleikinn tekur við“ eins og einn gagnrýnandi hjá The Times hefur komist að orði. Þetta notar Banks til að kreista nýjan safa úr einföldum og kunnug- legum þemum: grimmd mannsins og tilgangsleysi tilverunnar. Bölsýnin er tjáð af ofsafengnu afdráttarleysi, full- komin afneitun á æðri tilgangi fær sennileika í hrikalegu afli tilviljunar- innar þegar sögupersónurnar verða fyrir barðinu á blindri, heimskulegri og tilgangslausri óheppni. En kol- svartur húmor höfundar hlaðinn hug- myndaríku smekkleysi varnar því að bölsýni textans verði yfirþyrmandi í vitund lesandans og stundum virðist hvert orð í senn vera þrungið gamni og alvöru án þess að annað sé á kostnað hins. Aðalpersóna og sögumaður The Wasp Factory er 16 ára gamall piltur, Frank Cauldhame að nafni. Hann hefur þrjú morð á samviskunni, öll framin áður en hann náði unglings- aldri. Morðin hafa aldrei komist upp því allir töldu að um slys hefði verið að ræða í hvert sinn enda úthugsuð skipulagning og kaldrifjuð hugvits- semi að verki. Eldri bróðir Franks, Eric, hefur verið vistaður á geð- veikrahæli en er nýstrokinn þaðan í upphafi sögunnar og stefnir heim til sín. Faðir þeirra er sérvitringur sem hefur skrifað nokkur vísindarit sem hann fær ekki útgefin enda er helsta efni þeirra rök fyrir þeirri skoðun að jörðin sé Möbíusarræma en ekki hnöttur. En hann hefur einnig sitthvað misjafnt á samviskunni og býr yfir leyndardómi sem snertir syni hans. Uppgjör er í vændum. Feðgarnir búa í stóru húsi á örlítilli eyju við strendur Skotlands, hvort- tveggja leifar þverrandi auðs Could- hame-ættarinnar. Frank lifir í sínum myrka hugarheimi og stundar ýmsa furðulega og skelfilega iðju í einrúmi á þessum afskekkta stað. Meðal annars hefur hann útbúið sér nokkurs konar véfréttarhof á háaloftinu í húsinu, The Wasp Factory-Vespusmiðjan. Þangað telur hann sig sækja svör við spurningum um framtíðina, en stað- urinn er endurspeglun á lífi hans enda hefur hann komið fyrir ýmsum smá- hlutum sem tengjast því og glæpum hans, að ógleymdum vespuflugunum sem hann drepur af og til og festir í heitu vaxi. Hér er orðaleikur á ferð- inni, orðið „wasp“ táknar ekki bara vespu heldur er skammstöfun á hug- takinu „White anglo-saxon-Protest- ant“ = mótmælendatrúarmaður af engilsaxneskum uppruna. En Frank birtist lesandanum oft sem afsprengi alls hins versta, sem finna má í vest- rænum hugsunarhætti og ruddalág- menningu, hann dýrkar ofbeldi og stríð og fyrirlítur kvenfólk. En stundum er hugur hans eins og spegil- mynd af heimspólitíkinni: „Oft hef ég hugsað mér sjálfan mig sem ríki eða a.m.k. borg. Mér hefur þá fundist sem ólíkar breytilegar tilfinningar mínar til hluta og skoðanir um þá og hug- myndir og orsakir verknaða væru eins og mismunandi pólitísk ferli sem ríki ganga stundum í gegnum“. Ofbeldi er ekki jafnfyrirferðamikið í öðrum bókum Banks og frumraun- inni en eftirtektarvert við tvær þeirra, Walking on Glass og The Bridge, er hvernig hamslaus spuni, botnlaust hugmyndaflug og endalaust brand- araflóð haldast í hendur við stífa formræna ögun og einnig hvernig höfundur nær að flétta saman næstum broslega ólík söguefni. Walking on Glass inniheldur þrjár sögur sem sagðar eru til skiptis, einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.