Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 15

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 15
M. Jú, og endurtaka hann svo, sem er raunar ákaflega óspennandi. Það er svo auövelt. K. Ertu að reyna að brjótast út úr þessu núna? M. Já, ég verð að gera það. Ég er í rauninni búinn að segja allt sem ég get um þetta. Ég hef verið að reyna að kiþpa tíma inn í þetta og færa það út í stærra rými. Það má segja, að það sé komið svolítið öðruvísi aö hlutunum, en samt er nú þetta það sama, ekki satt? St. Nú ert þú kennari við Myndlista- og hand- íðaskólann. M. Þegar Hildur Hákonardóttir tók við skóla- stjórn (1975) bauö hún mér aö kenna við skólann. Ég tók við því uþp á það að ég fengi einhverju til leiðar komiö. Hún sættist á það og síðan varð til vísirinn að svo kallaðri ,,deild í mótun“. Meiningin var náttúrlega að ná inn í skólann þeim listvið- horfum, sem höfðu verið að mestu leyti utan dyra. K. Að hvað miklu leyti finnst þér að eigi að kenna handbragð í svona skóla? M. Sko, þaó er eiginlega svo margbreytilegt handverk, sem myndlistamaður gæti þurft að kunna. Það er engin leið aö kenna á fjórum árum allt það, sem gæti komið myndlistarmanni að notum. Þá er spurningin, hvað á að kenna og hverju á að sleppa. Kannski væri rétta leiðin, að nemendur gætu valið sér þau handverk, sem þeir vilja læra. Þetta er reynt að gera aö vissu marki. En til þess þurfa auðvitað að vera vinnustofur og kennarar í alls konar handverki til þess að nem- endur geti hopþað á milli deilda og lagt sig eftir því, sem þeir telja sig helst hafa not fyrir. Og sjálfsagt þyrfti um leið að lengja námstímann. Ég er nú þeirrar skoðunar, að nemendur í listaskólum eigi strax að fara að fást vió þau hugmyndalegu vandamál, sem þeir koma til með að standa and- spænis síðar. Þessum vandamálum þarf að stilla uþþ fyrir nemendum í byrjun listskólagöngu. K. Finnst þér að fólk, sem ætlar að stunda myndlist verði að hafa góða undirstöðumenntun í teikningu? M. Nei, mér finnst það engin algjör nauðsyn. Fer þaö ekki eftir því að hvaða grein myndlistar menn snúa sér og hvernig þeir ætla að nálgast hana? Með breyttum viðhorfum í listsköpun þarf að endurskoða alla listkennslu. Loftræsting Marcel Duchamp Varðandi spurninguna um hæfilega loftræstingu virðist skoóanir mjög skiptar. Ómögulegt virðist að gera öllum til hæfis. Hvað sem því líður er markmið okkar að þóknast vilja og óskum meirihlutans. Stjórnandi þessa farartækis mun með ánægju fara eftir niðurstöðum þar að lútandi. Samvinna yðar mun verða vel þegin. DADALEIÐIR, hf L 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.