Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 20

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 20
Iðnframleiðslan McCloud og sú hugmyndafræði sem þar kemur fram. Peter Larsen Flestir kannast viö bandaríska myndaflokkinn um McCloud. Buröargrind hans, tálbeitan, er árekstur, sem óhjákvæmilega verður milli tveggja menningarheima þegar sveitamanni frá þrettánda heygarðshorni er komið fyrir í milljónaborg á stærö við New York. Tápmikill og óspilltur „deputy marshall" frá Taos í New Mexico er af tilviljun ráðinn til starfa hjá lögreglu New York borgar og nær mun betri árangri en starfsbræðurnir. Sem sagt, ævintýrió um Hans Klaufa, þann sem er hinum snjöllustu snjallari, fært í nútímabúning. Myndaflokkurinn um McCloud er hvorki betri né verri en amerískt sjónvarpsefni yfirleitt; mynda- takan góð, þættirnir lipurlega samdir og vel leiknir. Af heildaráhrifunum má ráða aö fagmenn séu aö verki. McCloud er dæmigerður myndaflokkur, dæmigerð iðnaðarframleiðsla. Hér á eftir verður reynt að draga fram nokkur dæmi um starfsaðferðir vitundariðnaðarins og for- sendur þeirra með hliðsjón af McCloud. Við skulum glöggva okkur á einkennum mynda- flokksformsins meö því aö bera það saman viö framhaldsþáttarformið. Eiginleikar þessa frá- sagnarforms skýra að nokkru hvers vegna það er jafn útbreitt í fjölmiðlum og raun ber vitni. Myndaflokkurinn sem frásagnarform. Hægast er að afmarka myndaflokkinn með því að bera hann saman viö framhaldsþáttinn. í báóum tilfellum er efninu skipt niður í þætti, öllu efninu er ekki komið til skila í einu. Um framhaldsþáttinn Þýtt og endursagt Örn Jónsson Gunnar Harðarson gildir ennfremur að þar er frásögninni skipt niður á þættina á þann hátt að hverjum þætti lýkur þegar spennan rís sem hæst til þess aö áhorfandinn bíði í ofvæni eftir hinum næsta. Myndaflokkinum er öðruvísi farið. Hver þáttur er sjálfstæð heild. Áhorfandinn getur því skilið hvern einstakan þátt án þess að hafa horft á fyrri þætti. Myndaflokkurinn tryggir sér ekki fasta áhorfendur meö því að færa sér spennuna í nyt, líkt og framhaldsþátturinn, heldur meö því aö hafa fasta persónuskipan (sömu leikara), og fastmótuð samskipti persónanna inn- byrðis. Hver persóna hefur ákveöna eiginleika, góða eða slæma, þ.e.a.s. persónurnar eru fulltrúar ákveðins gildakerfis. Auk þess er tekið mið af fast- mótuðum siöareglum sem gilda almennt um amerískt sjónvarpsefni, til skamms tíma mátti t.d. afbrotamaðurinn ekki komast upp með afbrotið. Þessar fastmótuðu aöstæður gera það að verkum að samskonar atburðarás er endurtekin í sífellu. Það er því hægt að segja fyrir um gang hvers þáttar í stórum dráttum; þeir eru hver um sig til- brigði viö fyrirfram ákveðið stef. Þeir eru ekki upp- lýsandi, koma sjaldnast á óvart. Þeir ýta undir það sem áhorfandinn veit þegar og höfða til áreynslu- lítillar ánægju af að bera kennsl á hið kunna. Styrkur myndaflokkanna er því ekki fólginn í spennu, heldur endurtekningu, vananum. Efnahagslegar forsendur myndaflokksins Myndaflokkurinn sem frásöguform hefur lengi veriö til, en blómaskeió hans hefst meó tilkomu tékkið grant áður en óbæn drottinn lætur rætast af heift bráöri fædda’ uppfylling við þér nokkuó munið kætast (MIII, bls. 39) Ekki hygg ég samt að orð þessi muni lægja öldur gagnrýninnar, enda væri þá til lítils ort. Pétur Gunnarsson rithöfundur komst svo aö orði um jólin í viðtalsþætti í sjónvarpinu, að þau væru „kjafts- högg á hversdagsleikann". Viðbrögö viðmælanda hans í sjónvarpssal voru sennilega alveg eins og hann vonaðist til. Þeir vissu greinilega ekki hvaðan á þá stóð veðrió, en sögðu þó varfærnislega aó þeim þætti heldur óviðeigandi aö líkja jólunum við kjaftshögg. Ég held að kvæði Megasar séu þess konar kjaftshögg á hversdagsleikann. Þau eru næstum alltaf óviðeigandi. Þau verk Megasar, sem vitnað er til í greininni: Magnús Þór Jónsson (Megas): Megas I (söngubók), Rvk. 1973. Sami: Megas II (söngbók), Rvk. 1973. Sami: Megas III: kominn en fráleitt farinn (söngbók), Rvk. 1973. Sami: Á bleikum náttkjólum (breiðskífa), Rvk. 1977. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.