Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 57

Svart á hvítu - 01.01.1978, Blaðsíða 57
Ég er íbúi fílabeinsturnsins Árni Óskarsson þýddi Peter Handke. Bókmenntir hafa um langt skeiö veriö mér sú aðferð sem ég hef beitt til þess aö gera mér, ef ekki Ijósa, þá Ijósari grein fyrir sjálfum mér. Þær hjálpuðu mér aö skilja aö ég var til, aö ég var í heiminum. Ég var aö vísu oröinn meðvitaður um sjálfan mig áöur en ég byrjaói aö fást vió bókmenntir, en bók- menntirnar sýndu mér fyrst aö þessi sjálfsvitund var ekkert einsdæmi, ekkert tilfelli, engin sjúkleiki. Án bókmenntanna hefói þessi sjálfsvitund svo aö segja heltekið mig, hún var eitthvað hræöilegt, skammarlegt, ósiölegt. Þetta ofureðlilega fyrirbæri kom mér fyrir sjónir sem andleg truflun, sem bölvun, sem orsök blygóunar vegna þess aö mér virtist ég vera einn á báti. Það var fyrst með bók- menntunum aö ég öðlaóist vitund um þessa sjálfs- vitund, þær upplýstu mig með því aó sýna mér aó ég væri ekkert einsdæmi, að öörum farnaöist líkt og mér. Hiö heimskulega uppeldiskerfi, sem fulltrúar ríkjandi yfirboöara beittu mig eins og aöra haföi Peter Handke Peter Handke fæddist árið 1942 í Graz í Austur- ríki. Hann lagöi um tíma stund á lögfræðinám, en sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína árið 1966. Síðan hefur hann samið skáldsögur, Ijóð, leikrit og kvik- myndahandrit. Leikrit hans, „Kaspar", var sýnt í Reykjavík sl. vetur. Auk þess aö vera hugleiðingar hans um bókmenntir almennt er þessi grein hans ágætur inngangur aö ritverkum hans sjálf. Hún var skrifuð áriö 1967. Halldór Guömundsson fór yfir þýöinguna og veitti ýmsar góöar áþendingar. Á. Ó. ekki lengur í fullu té við mig. Ég hef eiginlega aldrei verið alinn upp af opinberum uppalendum, heldur hef látið bókmenntirnar breyta mér. Bókmenntirnar sáu í gegnum mig, þær komu upp um mig og þær sýndu mér aðstæður, sem ég var mér ekki meðvit- aður um eöa hafði lítið velt fyrir mér. Veruleiki bók- menntanna geröi mig vakandi fyrir og gagnrýninn andspænis hinum eiginlega veruleika. Hann upp- lýsti mig um sjálfan mig og þaö sem gerðist í kringum mig. Síöan ég hef gert mér Ijóst hvaö ég ætla mér innan bókmenntanna, bæði sem lesandi og höf- undur, hef ég einnig öölast vakandi og gagnrýniö viöhorf gagnvart bókmenntunum, sem heyra víst einnig raunveruleikanum til. Ég vænti þess af bók- menntaverki aö þaö færi mér einhverja nýjung, eitthvaö sem breyti sjálfum mér, þó í litlum mæli sé, eitthvaö sem gerir mér grein fyrir möguleikum raunveruleikans, sem ég hef ekki áöur hugleitt eöa var mér ekki meðvitaður um, nýja möguleika til aö sjá, tala, hugsa og vera til. Síöan ég uppgötvaði, aó ég gæti breytt sjálfum mér meö bókmenntunum, aö bókmenntirn.ar geröu mig að öörum manni, býst ég sífellt við nýjum möguleika af bókmenntunum til þess aö breyta sjálfum mér, því að ég lít ekki á sjálfan mig sem endanlegan og óþreytilegan. Ég vænti þess af bókmenntunum aö þær brjóti niður sérhverja heimsmynd, sem virðist endanleg. Og afþví aö ég veit, aö mér hefur tekist að breyta sjálf- um mér meö bókmenntunum, aö bókmenntirnar geröu mér fyrst kleift aö lifa meövitaöra lífi, er ég einnig sannfærður um þaö, aö ég get breytt öðrum meö bókmenntaverkum mínum. Kleist, Flaubert, Dostojewski, Kafka, Faulkner, Robbe-Grillet breyttu vitund minni um veröldina. Nú nægja mér ekki lengur hinir þekktu mögu- leikar til þess aö lýsa heiminum, hvorki sem höfundi 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.