Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 7

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 7
einhlítt að nútímaskáld hafi sett sig í þessar spá- mannlegu stellingar, en mörg þeirra aðhylltust þá speki sem Malraux dró eitt sinn saman eitthvað á þessa leið: Eftir að algildin höfðu glatast Vestur- heimi, stóð mannkynið andspænis örlögunum, fáránleikanum og skelfingunni. Örlögin eru það sem við getum ekki umflúið, en þar sem allt okkar streð er barátta gegn hinu óumflýjanlega er það fáránlegt — þegar okkur verður það Ijóst fyllumst við skelfingu (eftir Hinchcliffe, s. 16). Látum þetta nægja um módernismann að sinni. Það hefur aóeins í framhjáhlaupi verið drepið á félagslegar kringumstæður og uppruna módernismans, og síst einsog vert væri. Jafnframt verður að hafa í huga að þær meginhugmyndir sem hér hafa verið nefndar birtast á ýmsum tíma, í ýmsum stefnum og hafa mismikið vægi hverju sinni í þróun módernismans. Þá þróun verð ég að láta liggja á milli hluta og deilur marxista um tak- markanir og möguleika módernismans því miður líka. í bili aðeins þetta: Módernísk Ijóðagerð innan þess ramma sem hér hefur verið dreginn upp, er að öllum líkindum á undanhaldi. Síðustu áratugi, og þó einkum síðasta áratug hefur þróun heimsmála knúið mörg skáld til að reyna aö brúa þá gjá milli lýrísks sjálfs og samfélagsveruleika, sem einkenndi ,,eldri“ módernisma. Við þá iðju njóta þeir auðvitað góðs af Ijóðrænum ávinningum fyrri skálda, og framhjá menningarrýni þeirra verður ekki gengið. Tengd þessu er viðleitni til að hætta að vera skáldið sem ræðir við sjálft sig, eða engan, og finna nýjar leiðir til aö koma nýrri Ijóðlist á framfæri. Sjödægra — þá sökk hennar rím einsog steinn Módernísk Ijóðagerð verður ekki ríkjandi stefna í nágrannalöndum okkar fyrr en eftir seinna stríð, þó brautryöjendur hennar hafi þá sumir verið látnir. Island virðist í þessu efni fylgja Danmörku, Noregi og Svíþjóö, en sænskumælandi Finnar eru vel á undan. Módernísk heimssýn eða hugmyndafræði*) hafði aö vísu gægst fram áður í nokkrum Ijóðum íslenskra skálda: Þar ber hæst Jóhann Sigurjóns- son sem hafði birt eftir sig nokkur kvæði í tíma- ritum, áður en ritsafn hans kom út 1940. En Tíminn og vatnið kemur ekki fyrr en 1948, Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar ári síðar og Ljóð Sigfúsar Daöasonar 1951. Þá var brautin rudd, í þessum x) Hér veröur ekki hjá því komist að hafa fyrirvara. Hugtakið hugmyndafræði er vandmeðfarið. öll hugmyndafræði, öll kerfi til skýringar á veruleikanum, er í eðli sínu einföldun og þar með fölsun. En greina verður á milli lifaðrar hugmyndafræði, sem birtir hugmyndir um áþreifanleik raunheimsins einsog fólk lifir hann, og hugmyndafræði ríkjandi stéttar, gerræðislegrar hug- myndafræði til skýringar á gerð samfélags, sem beinlínis blekkir og er tilbúin, þó hún notfæri sér þætti úr hinni lifuðu ídeólógíu. Afhjúpun hugmyndafræði er fólgin í að sýna eðli hluta og vensl Þeirra, sem hið áþreifanlega yfirborð birtir ekki nema brenglað í okkar samfélagsgerð. Hér verður hugtakið jafnframt notað á pragmatískan máta um það kerfi hugmynda, sem birtist ítilteknu skáldverki. verkum og eflaust fleirum má finna sterka móderníska drætti. Sjödægra kom út 1955. Mestu deilurnar um formbyltinguna voru þá afstaðnar, þó nokkrar bækur í frjálsu formi höfðu komið út. 10 ár voru liðin síðan síóasta meiri háttar Ijóóabók kom frá Jóhannesi úr Kötlum. „Sól tér sortna" var hefðbundin, mörg löng kvæði full af réttlátri reiði og hugsjónaeldi — en bar samt vitni um stöðnun og það fann Jóhannes víst best sjálfur. Sama ár, 1945, byrjuðu kvæði Anonymusar að líta dagsins Ijós í Tímaritinu, 1948 komu út Ijóðaþýðingarnar „Annarlegar tungur“ með sama höfundarnafni. 1955 hafði Jóhannesi lokið formbyltingunni á sjálf- um sér í bili, og gaf út Sjödægru undir eigin nafni. Form Ijóðanna verður til á svipaðan hátt og hjá frumkvöðlum hins alþjóðlega módernisma: í átökum milli algerrar háttleysu og hefðbundinna bragarhátta, sem hérlendis einkenndust af rími, stuðlum og hrynjandi. Ef lesandinn grípur nú snöggvast Sjödægru úr bókaskápnum sér hann þetta greinilega. Sum Ijóðin eru rímuð (Silfurlindin s. 7), sum hafa Ijóðstafi (Hinn fagri þræll s. 11), mörg hvoru tveggja (flest Ijóðin í Fyrstu bók). Nokkuð Ijóð eru ort undir fornyrðislagi, sjálfsagt til að leggja áherslu á tengslin við Völuspá. „Frjálst form“ er mjög algengt, en oft er hrynjandinn þó bundinn einhverjum hætti. Tökum sem dæmi Ragnarök (s. 40) þar sem líkt er eftir eldgömlu ísa- fold: Sökk þér í bálsins haf reikula stjarna vor vesalings blinda jörð augasteinn minn. Raunar sýnast mér munu torfundin Ijóð í bókinni sem ekki hafa einhvern „ryþrna". Upplesturinn, hljómurinn er enn ofarlega í huga Jóhannesar. Þættir formgerðarinnar eru líka breyttir frá fyrri Ijóðum, líklega fyrir áhrif módernískra aðferða í þeim efnum. Myndmál skipar meira rúm en áður. Taka má undir orð Öskars Halldórssonar: ,,( staðinn fyrir hljómgleði hins gamla brags kemur sjóngleði nútímaljóðsins (þó ekki alveg, innsk. mitt). Skáldið tekur að yrkja fyrir augað, hugskotssjónir lesenda, gerir myndina að tjáningarmiðli og lætur hana tala.“ (Ó. H., s. 133). Ræðumennska Jóhannesar frá fyrri bókum verður að víkja að miklu leyti. Ljóðin eru ekki jafn löng og úthverf og áður, þau eru miðleitnari. Jóhannes tekur þó ekki skrefið til fulls, tileinkar sér ekki vinnubrögð þeirra módernista sem lengst gengu. Myndhverfingar eru vissulega orðnar mjög algengar, en viðlíkingar eru líka margar: Ég flaug inn í hugskot fátæks manns sem frelsandi leiftur. (Hinn fagri þræll s. 11) vér kóngsþrælar vér krossþrælar dýfum árunum sem í bik (Næturróður s. 50) 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.