Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 52

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 52
Viðtal við Evan Parker Árni Óskarsson Kristín Ólafsdóttir Ljósmyndir: Garðar Guðmundsson Nýlega var breski saxófónleikarinn Evan Parker staddur hér á landi í boði Gallerí Suðurgötu 7. Parker er brautryðjandi á sviði svonefndrar „frjálsr- ar tónlistar", sem byggist algjörlega á leik af fingr- um fram (spuna). Hann er að mestu leyti sjálf- menntaður, byrjaði á því að líkja eftir Paul Des- mond, en kynntist síðan tónlist John Coltrane og fór fljótlega eftir það að móta sinn persónulega stíl. Hann hefur verið í fremstu línu bresku spunahreyf- ingarinnar frá upphafi. Hann var einn af stofnend- um hljómplötufyrirtækisins Incus, sem gefur út tónlist af þessu tagi í Bretlandi. Það var stofnað árið 1970 og hefur að meðaltali gefið út 3— 4 plötur á ári í litlum upplögum. Parker hefur leikið með fjölda þekktra spunamanna, svo sem bandaríkjamannin- um Anthony Braxton, hollendingnum Han Bennink, þjóðverjanum Alexander von Schlippenbach og ,,big bandi“ hans, „Globe Unity Orchestra". Auk þess hefur hann leikið inn á fjölda hljómplatna. Við röbbuðum við Parker eftir tvenna vel heppnaða tónleika hér í Reykjavík. Fyrst langar okkur að biðja þig að lýsa þeirri sérstæðu öndunartækni sem þú notar. Já, ég viðheld stöðugum loftstraumi úr munnin- um með því að þrýsta með kinnunum á meðan ég anda inn um nefið. Ég nota munnholið sem loft- forðabúr, sem er aðgreint frá nef-til-lungna-kerf- inu. Þetta er eins og að hjóla á reiðhjóli. Það virðist erfitt þegar maður kann það ekki, en þegar þú hef- ur einu sinni komist upp á lag með það er það afar auðvelt. Þú hefur þjálfað upp þessa tækni? Já, og svo verður að vera einhver ástæða til að sýna tæknina. Hvað mig snertir beindist áhugi minn að þessum yfirtónakerfum, sem breytast hægt og stöðugt. Þar á vel við að engin hlé séu fyrir öndun- ina því þarna er um að ræða hægar skiptingar milli ólíkra mynstra í yfirtónunum, sem geta tekiö mjög langan tíma. Hvernig myndar þú þessi mynstur? Já, tæknin í því er að nota fingrasetningu fyrir venjulega, all lága nótu á hljóðfærinu, en lyfta síð- an fingrinum á einum stað þar sem á að vera lokað fyrir í venjulegri fingrasetningu. Þetta gefur mögu- leika á lágri nótu og líka á hárri nótu. Síðan tengi ég yfirtónakerfi þessara tveggja tóna. Með því að flytja sig milli þessara tveggja fingrasetninga er hægt að færa sig milli yfirtóna. Yfirtónarnir verða veikari eftir því sem ofar dregur í kerfinu. Ég verð að nota munninn og blása á sérstakan hátt til þess að auka styrkleika yfirtónanna frá því sem þeir eru venju- lega. Er eitthvað fleira sem þú getur sagt okkur um tæknina sem þú notar? Sumu í tónlist minni er bara hægt að ná fram ef notað er blað úr trefjagleri, en ekki tré. Það er sterkara efni. Það þolir ýmislegt sem tréblað þolir ekki. Ég nota t.d. tréblað á tenorsaxófóninn, en þar get ég ekki beitt sömu tækninni. Þess vegna er tenor-leikurinn öðruvísi hjá mér. Trefjaglerblaðið er mjög heppilegt fyrir tungubeitingu mína, sem er mjög óvenjuleg. Hver nóta er mynduð með því að fá blaðið til að titra og stööva titring blaðsins svo með tungunni. Ég hef mína tækni, sem felst í því að hreyfa tunguna upp og niður í stað þess að hreyfa hana bara að og frá blaðinu. Þetta er n.k. „tvöföld tunga". En venjuleg, klassísk „tvöföld tunga“ felst í einu átaki með tungunni og öðru í hálsinum, en ég geri hvort tveggja með tungunni. Þarna mæðir meira á blaðinu og þess vegna mikilvægt að það sé úr sterku efni. Þetta er mitt framlag til tækniþróun- arinnar. Notar þú aukahluti til þess að breyta hljómi saxófónsins — hliðstætt við „prepared piano“? Nei, um tíma hafði ég áhuga á slíkri tækni, en þegar allt kemur til alls reynist hún fela í sér meiri takmarkanir en venjulega hljóöfærið sjálft. Það er hægt að ná möguleikum ,,tilbúins“ hljóðs með leiktækninni, ekki með því að breyta hljóðfærinu. Hvernig varð spunahreyfingin til á 7. áratugn- um? Af hverju varð hún til á þessum tíma og hverjar voru helstu hugmyndir að baki henni? 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.