Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 17

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 17
,,Það lyktar öðruvísi“ (slökkviliðsmaður í ajaxauglýsingu) Meðan gamla skáldið var ennþá í harðindasveitinni sinni lyktaói hún af morknum kúaskít viðbrenndum vellingi á sunnudögum og fiskiflugukleinum þriggjaviknagömlum Opnum kamri nema þegar setan hélaði föst við smurolíufötuna Saggagrá bæjargöngin af fúnu reipi nályktandi síðan afinn hengdi sig í því en skemman af púóurlykt úr sári geðveika frændans sem skaut sig meö kindabyssunni Aðeins daufur ilmur af voninni um aö komast burt Kannski hafa skilningarvitin ruglast í villugjörnum járnskógi því áratugum síöar minnast endalaus tárin á blöóum þess aðeins sporöakasta glitrandi silungs í bæjarlæk angan af nýhirtri töóu í hlöðunni heima kúaskíturinn heitir húsdýraáburóur og ber dásemd lífsins vitni Bæjargöngin dularfull og spennandi Og geöveiki frændinn var víst bara skemmtilegur furöufugl Og kamarinn . . . nei í endurminningu þarf aldrei að nota kamarinn Þaö er bara fýla af tilhugsuninni um að komast aldrei heim Ólykt einsog af Ijóðum þínum Stækja einsog dýru ilmvatni hafi verið skvett yfir fjóshauginn

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.