Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 32

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 32
Halldór Guðmundsson Glíma Lofts við Gússa Nútíminn í tveimur sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar I. Haustmorgunn Ég vil fara heim, hvíslaöi gamla konan aftur og aftur, en síöan lagöist hún á jöröina, hnipraöi sig saman og fór aö gráta. Hún grét lágt og veiklulega og reyndi aö fela andlitiö í bláum, skjálfandi höndunum, en sársaukinn í hreyfingum hennar fól í sér brot af ósigrum heillar kyn- slóöar. (Grátur á haustmorgnl / Teningar í tafll, s. 218) Einvera á árbakka .. . gras og lyng . . silfurgrá öx snarrótarpuntsins glitrandi af morgundögg.. . . kvöldský aö speglast í hyljum . . . niður straumvatns í logni eöa andvara ... niður í flúöum og strengjum .. . eilífur niöur. Þaö skein á mynd eftir nynd viö undirleik fljóta og vatna, en jafnframt heyröi ég dapurlegar spurningar: Horfin friösaeld? Glötuö veröld? (Hreiöriö, s. 257) Ég gat ekki staöiö lengur snöggklæddur úti á svölunum og velt þessu fyrir mér sakir þess hve náttkulið var biturt. Einhvern veginn lagöist þaö í mig um leiö og ég hallaöi aftur svalahuröinni, aö veturinn yröi haröur. (Hreiörlö, s. 260) Hjá flestum þjóðum sem lifað hafa iðnbyltingu hefur hún orðið meginviðfang skálda hennar og hugsuða. Fylgifiskar hennar og afkvæmi víkja seint úr huga þeirrar kynslóðar sem man bæði ,,fyrir“ og ,,eftir“: Sú hugmynd að hér hafi verið um siðferðilega hnignun, nánast syndafall aö ræða átti sterkan hljómgrunn meðal þeirra sem á einn eða annan hátt voru áhorfendur að hinni öru þróun, sem víðast hvar hélst í hendur við kapítalíska framleiðsluhætti og lýðræðishugsjónir. En samfara þessari hugmynd var iðulega áleitin tilfinning um magn- leysi, þróunin varð ekki stöðvuð. ,,Allt og sumt sem ég hefi gert um nokkurt skeið, og mun gera framvegis, er að hreinsa mig af því að eiga nokkurn þátt, virkan eða óvirkan, í þessari miklu breytingu," sagði enski heim- spekingurinn Edmund Burke í bréfi til vinar síns 1791 (Williams, s. 24). Það mun ekki ofmælt að andsvör við iðnvæðingunni og samfélagsþróun sem henni er tengd (úr sveit í borg, samstarf við alþjóðlegan kapítalisma) hafi verið helsta þema íslenskra skáldsagnahöfunda á þessari öld. Til- vitnanir hér að ofan eru dæmi um þá strengi sem Ólafur Jóhann Sigurðsson slær á í sínu heildarverki, sem nær allt hverfist um sama ás. Rúmur aldarfjórðungur er milli þessara tilvitnana(sé tekið mið af útgáfutíma þeirra bóka sem þær birtast í) en yfir þeim er sami tregablær. Sú fyrsta lýsir viðbrögðum gamallar sveitakonu sem er á leið til borgarinnar að leita sér lækninga þegar henni verður Ijóst að sú ferð er til einskis farin, henni verður ekki hjálpað ,,fyrir sunnan". Hinar tvær eru vangaveltur sögumanns í Hreiðrinu við bókarlok. Þetta er meginstef Ólafs Jóhanns fram að þessu. Heimur sveitarinnar, eldri kynslóðarinnar, lífsbaráttu í skauti náttúrunnar er að hrynja. Sumarið er liðið, harður vetur borgarlífsins, nútímamenningarinnar fer í hönd. Auðvitað lítur Ólafur ekki á sveitalífið sem samfellda sælu, bækur hans eru til vitnis um það; fremur sýnist mér það vera viðhorf hans að þessi umskipti hafi verið alltof snögg, fólk hafi „tapað áttum", og hætt sé við að með sveitamenningunni fari líka fjölmörg siðferðileg verö- mæti í súginn sem betur væru varðveitt. I þeirra staó heldur ómenning innreið sína. Það er hlutverk bók- menntanna að sporna viö þessari þróun: Vera meira en „grátur við veginn" og annað en stælingar á erlendri tísku. Bækur Ólafs eru skrifaðar að hausti og skulu búa menn undir veturinn. Viðhorf Ólafs til samfélagsþróunarinnar verður rætt nánar í þessari grein, og þá sérstaklega með hliðsjón af Bréfi séra Böðvars og Hreiðrinu. Mat Ólafs er könnunar virði bæði vegna þess að hann er snjall rithöfundur og talsmaður útbreiddra viðhorfa, auk þess sem saman- burður á þessum bókum leiðir að mínum dómi í Ijós athyglisverðan mun á listrænum vinnubrögðum, veitir rúm ýmsum túlkunarmöguleikum og vangaveltum sem ætlunin er að örva með þessari grein. Róttækir sósíal- istar hafa að undanförnu í vaxandi mæli tekið að sinna menningarbaráttu. Það hlýtur að vera liður í þeirri við- leitni að taka framlag fyrri kynslóða til gagnrýninnar athugunar. Ýmsar ástæður eru til þess að Hreiðrið hefur oröið fyrir valinu. Það er sú saga Ólafs Jóhanns sem kemst næst því að fjalla um Reykjavík nútímans, og hún fjallar sér- staklega um vanda bókmenntanna. Sagan virðist líka niðurstaða langvarandi hugleiðinga um vanda menn- ingarinnar, og útkomutími hennar vekur athygli þegar litið er yfir höfundarferil Ólafs (sbr. lista yfir bækur hans í tímaröð aftan við þessa grein). Löng þögn þessa annars svo afkastamikla rithöfundar á tímabilinu 1956 — 1972 hlýtur að sæta tíðindum. Á þeim tíma, þegar lesendur væntu framhalds Gangvirkisins (1955) sendir Ólafur frá sér eina barnabók, Spóa (1962), og tvær stuttar sögur (í Leynt og Ijóst 1965), önnur þeirra og sú viðameiri er Bréf séra Böðvars. Bæði Ljósir dagar (1959) og Seint á ferð (1972) eru söfn eldri smásagna. Framhald Gang- virkisins birtist ekki fyrr en 22 árum síðar, Seiður og hélog 1977. Það þarf því ekki B.A. próf í bókmennta- fræðum (fremur en endranær) til að álykta að Hreiðrið sé niðurstaða ákveðinnar kreppu í skáldsagnagerö Ólafs, kreppu sem þarf ekki að koma á óvart í Ijósi samfélags- og menningarþróunar á þessu tímabili. Það ættu að nægja nokkur lykilorð til að minna á megindrætti þeirrar þróunar. Öflug auðmagnsupp- hleðsla í kjölfar hersetu og Marshall hjálpar, vaxandi samstarf við alþjóðlegan kapítalisma sem á þessu tímabili býr við nánast samfelldan hagvöxt og öra tækniþróun. Andspænis þessu stendur sósíalísk hreyfing á íslandi, 30 SVART Á HVITU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.