Birtingur - 01.12.1953, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.12.1953, Blaðsíða 4
4 BIRTINGUR Nýr fiðluleikari Ungur fiðluleikari, Ingvar Jónasson að nafni, hélt hlj ómleika nýlega á vegum Tónlistar- félagsins hér í bæ. Hann er nýkominn frá námi erlendis, og bar leikur hans vissulega þess merki. En þó er svo, að mér eru fáir hljómleik- ar minnisstæðari fyrir fágun og einlægni þeirra sem léku. Efnisskráin var nokkuð einhæf. Til dæmis þessi sætsúpulega vella Waltons og Prokofieffs hver á eftir annarri, var heldur mikið af svo góðu. Meðferð Ingvars á sónatínu Síbeliusar var mjög góð á köflum, oft frábær. Hins vegar var leikur hans á tveim fyrstu þáttum g-moll solo-sónötu Bachs nokkuð í molum, einkum á fúgunni. í sónötu eftir Leclair, sem var fyrst á efnisskránni, lék Ingvar bezt þetta kvöld, og var síðasti þátturinn leikinn af sérlega miklum létt- leik. Polonaise Brillante var síðast á skránni og virtist Ingvar vera orðinn nokkuð þreyttur og því ekki takast sem skyldi. — Undirleikur Jóns Nordals var með hinurn mestu ágætum. Hinir alltof fáu áheyrendur klöppuðu vel og lengi og bárust Ingvari mörg blóm eins og hér er siður. Annars er grátlegt að sjá, þegar ungur og efnilegur listamaður heldur héi sína fyrstu hljómleika, að meðlimir Tónlistarfélagsins skuli ekki fjölmenna. En þeir þurfa víst Heifetz til þess. Leijur Þórariusson. Sýning ÞORVALDS 'Þorvaldur Skúlason hefur að undanförnu haft sýningu í Listvinasalnum á rúmlega 20 myndum frá allra síðustu árum. Hörður A- gústsson, listmálari, kemst svo að orði í dómi um sýninguna: „Þorvaldur Skúlason er löngu viðurkenndur sem einn af gáfuðustu og fremstu listamönnum íslendinga. Einkum á hann aðdáendur meðal yngri manna, ekki sízt málara sem standa í ó- bættri skuld við hann sem mann og málara, enda verið andlegur leiðtogi þeirra sem og ís- lenzkrar myndlistar um áratugs bil.“ Af óviðráðanlegum ástæðum var því miður ekki hægt að fá ítarlega grein um þessa merku sýningu í fyrsta tölublað Birtings, en hlaðið vonast til að geta bætt úr því síðar. MÚSÍKBÚÐIN nefnist ný hljóðfæraverzlun sem opnuð hefur verið í Hafnarstræti 8. Eigendur hennar eru tveir þekktir hljóðfæraleikarar, Kristján Krist- jánsson og Svavar Gests. Kristján Davíðsson, listmálari, hefur skipu- lagt innréttingu búðarinnar, og er hún öll hin snyrtilegasta. Ættu verzlunarmenn vorir að gera meira að því en verið hefur að hafa lista- menn með í ráðum um innréttingu verzlunar- húsnæðis, útstillingar o. s. frv. Það gæti sett nýjan og fallegri svip á höfuðborgina. ELÍAS MAR: I helgidóminum Ó, þú sem býr í landi draums míns, lygnum augum vakir yfir farvegi hvers blóðdropa í œðum mér. Ó, þú sem í mýkt þíns nakta líkama brœðir kaf dasta ís, gœðir líji mitt bros; þú, kom þú! Veit mér ég skynji nálœgð þína. Gakk inn, lotnu höfði, í ferskum sveigjanleik hins œskuvaxna blómviðar, stig ungum fæti skóghjartar í logagylltan sal, nem staðar, örskotsstund við pálmasúluna, að ég fái notið þinnar goðumlíku nálcegðar, að ég megi sjá hvar þú kemur, hindin af heiði, megi hvísla til þín yfir tígulsteina kynslóðanna: kom! Ó, þú, hversu bjart þitt hár, svo sem fyrstu kornöxin í vorgróðrinum, og spegill augna þinna tœr, skyggn sem alvís vitund guðs, hve mjúkt þitt eyra sem rósarblað, hve leyndur tónninn í hvelfingum brúna þinna, eða þœr sœtu lindir ilmríkra vara, heillandi sem vín ... Ó, þú! Sökum þess eins, að ég elska allt sem líkist þér, hef ég fest ást við sól dagsins og tungl nœturinnar. Pa& ienna soaitii lcelzk Framh. af 1. síðu. En þetta veizt þú ekki, blástakkur, né þínir kívískór. Né veiztu ánnað, að Egill Skallagrímsson var víkingur, þótt hann sé kominn í flösku nú og orðinn fúll, né að nóttin hefur þúsund augu er stara á þig, er þú sefur, né að stúlkurnar í bláa dallinum hafa sagt sig úr Klu Klux Klan og eru nú að hella úr kaffipottinum yfir hausinn á dólgnum úti í horninu. Þú hlærð þitt helvíti. Andartak, láttu ekki brjóst þitt springa, því í nótt voru þeir að drepa þig suður í Afríku. Þú komst hlaupandi yfir rjóðrið í tunglskininu og það glampaði á svarta húð þína og lendaklæðið slóst til. Það glampaði einnig á hvítar og fram- stæðar tennur þínar af því þú gaptir og varst móður og varst hræddur og vissir að þeir voru að elta þig með byssurnar. Þú heyrðir aldrei hvellinn. Seldu mér annan bjór, jcona. Ertu farin að brosa gamla skútukerling, eða veiztu ekki að ég er þyrstur? Varðar þig máske nokkru að Egill Skallagrímsson er kominn í flösku, eða hefur þú aldrei opnað augun í nótt- inni frekar en þessi blástakkur, er var skotinn suður í Afríku í nótt. Þú hlærð að því, kona. Og þeir drepa hann aftur, kona. Vökulaus augu þín munu opnast skyndilega í nóttinni og þú rnunt finna vot iður hans í hvílu þinni, er þeir hafa rist hann eftir endilöngu. Þú munt taka á þeim í myrkrinu, er þau flæða upp að þér fram úr ristunni og þú undrast þann ó- skapnað. Seldu mér Egil, kona og vertu góð, því ég aetlaði ekki að skelfa þig af því skelfing þín verður nógu nístandi og bitur og beisk og gall- súr. Og hundarnir munu snuðra að þér, blá- stakkur, þar sem þú liggur ristur í þúsundasta sinn, eins og enginn geti drepið þig né gefið þér líf, og þú munt þvo blóðið úr laki þínu kona, eins og enginn hefði nokkru sinni brýnt þér vökuna. Og hundrað þúsund morgnar munu renna. En við skulum ekki tala um þá. Og við skul- um ekki hugsa um þá, af því forspáin gengur ekki á kívískóm, né í gulum sokkum, né í þröng- um buxum, né heldur færir hún mér Egil á bakka, eins og höfuð Jóhannesar skírara. Hér eru þínir peningar fyrir Egil, kona. Og á meðan ég man og áður en hurðin lok- ast, þá hafið þið dampinn uppi á bláa dallinum og þegar ég er farinn þá takið kaffipottinn af lífi án dóms og laga. Málverkasýning Höskuldar Höskuldur Björnsson hefur að undanförnu haft sýningu á nýjustu myndum sínum í vinnu- stofu sinni í Hveragerði. Birtingur væntir þess að geta skýrt nánar frá sýningunni í næsta blaði.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.