Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 1

Birtingur - 24.12.1953, Blaðsíða 1
SUPERMANN c<j blú jxzlott Hann hafði ráfað þetta uin göturnar fram og aftur í þessu veðri alla nóttina og daginn líka og alltaf jafnfjarri takmarkinu. Hann gat ekki farið heinr. *• Hvern hefði getað órað fyrir því að nokkr- um gæja á borð við hann gæti nokkurntíma orðið svona innanbrjósts, — og það út af stelpu? Bara venjulegri gagnfræðaskólastelpu, þó að hún væri kannski sæt og sexí? Jeremías, nei. Hann hafði aldrei hugsað eins um neina slelpu þegar hann var að hátta á kvöldin. Meira segja þó að hann væri að koma af amrískri mynd, þar sem þær voru allar berar og iðuðu svoleiðis í mjöðm’unum að mann kitlaði undan bara íötunum, þá fór hann alltaf að hugsa um hana og gat ekki sofnað þó að hann væri kom- inn uppí og búinn að slökkva ljósið. Hann bugsaði oft: af hverju, kannski aí því að hann hafði þekkt hana svo lengi og þau höfðu farið á bíó saman og í Tívolí og stundum á böll — og hún hafði lofað honum að kyssa sig við úti- dyrnar þegar hann var búinn að fylgja henni heim og hún þrýsti sér stundum svoleiðis upp að honum að það fór straumur um hann allan eins og á amrískri mynd — — og — nú var hún Ásta Sigurðardóttír farin að vera með öðrum. Honum hafði strax brugðið illa við þegar hann sá þennan djöfuls amríska pælott með henni á rúntinum — og nú var hann búinn að horfa upp á þetta í viku, — hún hnusaði fyrirlitlega, þegar hann reyndi að bera í hana víurnar, hló meira að segja upp í opið geðið ó honum þegar hann reyndi að fá hana út með sér, og nú var hún hætt að koma heim á kvöldin. Hann hafði ekki séð hana í fleiri daga. Og nú var hann búinn að leita að þeim heila nótt og heilan dag og ganga í gegn um allar þessar hörmungar hennar vegna. Hann ætlaði að berja þennan djöfuls Kana, — sýna henni að hann væri engin rola, hann væri svalur gutti BIRTING.UR 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.