Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Birtingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Birtingur

						EINAR  BRAGI:
Um lífskjör ungra ríthöjunda
Ég varð hálf undrandi, þegar ég var búinn
að skrifa ofanrituð orð á blað, því lífskjör
ungra rithöfunda á íslandi eru slík, að varla er
hægt að hugsa um þau ógrátandi, hvað þá
minnast á þau opinberlega. Þess vegna telja
flestir þann kost vænstan að þegja um þau.
Listamönnum er kærast að mega sinna kalli
sínu í kyrrþey, og því umbera þeir efnalegt
misrétti, jafnvel skort á brýnustu nauðþurftum,
fremur en lítillækka sig með því að reyna að
sannfæra skilningsstama fjárráðendur um gildi
verka sinna og rétt sinn til sanngjarnra launa
fyrir þau. Ósíngirni, hógværð og hjartans lítil-
læti eru fagrar dygðir og fara engum betur en
listamönnum. Þó geta þær orðið til meira tjóns
en gagns, ef kosti listamanns er þröngvað svo
mjög í skjóli þeirra, að hann neyðist til að van-
rækja list sína eða leggja hana á hilluna vegna
basls og búksorga. Eru þess mörg átakanleg
dæmi hér á landi og ekki síður nú en fyrr á tím-
um. Örbirgð ungra listamanna á íslandi í dag
er svo yfirgengileg, að það væri glapræði að
leyna þeirri smán lengur en orðið er. Þótt hér
verði einkum reynt að rjúfa þögnina um lífs-
kjör ungra rithöfunda, er það ekki vegna þess
að þeir séu verr settir en ungir iðkendur ann-
arra listgreina, heldur hins aS mér eru kjör
þeirra kunnari en hinna.
Ég þekki persónulega marga þeirra ungu
manna sem í dag eru að leitast við að varðveita
og auka þann arf er við eigum dýrastan, ís-
lenzka skáldlist, og þess vegna veit ég með
særnilegri vissu hvílík starfsskilyrði þeim eru
búin. Um aðstöðu hinna, sem ég þekki ekki, get
ég dæmt með nokkurri nákvæmni af líkum.
Krislján frá Djúpalœk hefur gefið út fimm
ljóðabækur á tíu árum. Ég ætla honum aðeins
sex ár til að yrkja þessi Ijóð, og ritlaun hans
BIRTINGUR
eru samanlögð sem næst eins árs kaupi verka-
manns. — Þprsteinn Valdimarsson gaf út fyrstu
ljóðabók sína fyrir 11 árum, aðra í fyrra. Höf-
undarlaun hans myndu hvergi nærri hrökkva
til, ef hann þyrfti að greiða skrifstofustúlku
samningsbundið kaup fyrir að vélrita handrit-
in í hendur prenturunum: — Elías Mar hefur
sinnt ritstörfum nær eingöngu s.l. 7—8 ár,
skrifað fjórar skáldsögur, eitt smásagnasafn og
ort eina ljóðabók. Höfundarlaun: um það bil 9
niánaða verkamannskaup.— Agnar Þórðarson
gaf út skáldsögu fyrir fjórum árum, aðra núna
á dögunum, hef ur skrif að eitt kvöldlangt leikrit
og eitt útvarpsleikrit. Ég tel hóflegt að ætla hon-
um sex ár til starfans og ríflega gizkað á sex
mánaða verkamannskaup að launum. — Hann-
es Sigfússon hefur gefið út tvær ljóðabækur, og
bjartsýnustu kunningjar hans telja ótrúlegt að
hann hafi fengið yfir fimm mánaða dagsbrún-
arkaup í aðra hönd. — Steján Hörður Gríms-
son hefur lifað og hrærzt í ljóSlist s.l. 8—9 ár,
gefið út tvær ljóðabækur og hlotiS að launum
OÐFRÆÐI
„Ljóð er eins og málverk, myndin sjálf er
efni og andi ljóðsins, en rammi myndarinnar
er form ljóðsins.
Hver mun ekki frekar vilja eiga fagurt mál-
verk í skrautlegum ramma, en rammalaust?
Vonandi enginn!"
Sverrir Haraldsson í Mbl. 3. des. 1953.
Lesendum til glöggvunar skal þess getið, að
Sv. H. er ekki forstjóri Skilta- og rammagerð-
arinnar h.f.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16