Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Birtingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Birtingur

						TONLIST jyrír ungt fólk
1 október-mánuði 1940 var hafin í Briissel í
Belgíu starfsemi, sem síðan hefur breiðzt út um
önnur lönd með ótrúlegum hraða og hvarvetna
unnið sér vinsældir., Upphafsmaður þessarar
hreyfingar var Marcel Cuvelier, forstjóri Phil-
harmoniska félagsins eða Tónlistarfélagsins þar
í borg. Tilgangur hans var margþættur. Fyrst
og fremst vildi hann skapa tónlistaráhuga með-
al unglinga, hafa holl áhrif á tónlistarsmekk
æskunnar og gefa efnalitlum æskumönnum kost
á að sækja vandaða tónleika án þess að ganga
of nærri pyngju þeirra. Loks vildi hann á þenn-
an hátt hamla upp á móti áróðri nazista, sem þá
þegar glumdi hátt í eyrum æskulýðsins í Belgíu.
Það má vera, að síðastnefnda ástæðan hafi
verið sú sem réð úrslitum um það, að hafizt var
handa um þessa hreyfingu einmitt á þessum
tíma. En Marcel Cuvelier hafði lengi velt hug-
myndinni fyrir sér, og það fylgi sem hún hefur
fengið, í Belgíu og annars staðar, eftir stríðið,
hefur sannað ótvírætt, að hreyfingin á fullan til-
verurétt einnig á friðartímum og meðal frjálsra
þjóða. — En hernaðarástandið í Belgíu 1940
olli því, að allar framkvæmdir urðu erfiðar;
hernámsliðið hafði auga á hverjum fingri og
var hvorttveggja í senn forvitið og tortryggið,
svo að fyrstu tónleika samtakanna, sem voru
haldnir veturinn 1940—41, var ekki hægt að
auglýsa opinberlega," heldur varð að láta orð
um þá berast frá manni til manns, en þó urðu
tónleikarnir þennan vetur fimm talsins, og að
jafnaði sóttir af meira en 2000 áheyrendum.
Hefur þessi starfsemi síðan aukizt jafnt og þétt,
og á árunum eftir stríðið hefur hún breiðzt ört
út frá Belgíu til annarra landa, en aðalsetur al-
þjóðasamtakanna  er þó  í Briissel.  Hreyfing
Q.ólaleik'iit í.eiklélacs Kevkiaoíkui
Leikfélag Reykjavikur sýnir á 2. í jólum
gamanleikinn Skóli jyrir skatlgreiðendur, sem
hlotið hefur feikilegar vinsældir.
Á milli jóla og nýárs verður frumsýning á
leikritinu Mýs og menn, gert eftir samnefndri
skáldsögu John Steinbeck í þýðingu Olafs Jóh.
Sigurðssonar.
Brynjóljur ]óhannesson og Þorst. 0. Slephen-
sen leika aðalhlutverkin, kumpánana Georg og
Lenna, Gísli Halldórsson Slim og Steindór
Hjörleifsson Candy. Einar Ingi Sigurðsson fer
með hlutverk Curleys og Erna Sigurleifsdóttir
konu hans — eina kvenpersónan í leiknum.
Elín
Ingvarsdóttir
og A rni
Tryggvason
í Skóli jyrir
shatt-
grci'Sendur.
Síðast en ekki sízt ber að nefna svertingjann
Crooks, leikinn af Alfreð Andréssyni.
Leikstjóri verður Lárus Pálsson.
BIRTINGUR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16