Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 2

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 2
Avarp til lesenda Ef dœma œtti aj örlögum íslenzkra menningarriia sem komið hafa jram á sjónarsviðið á und- anförnum árum, yrði ekki komizt hjá að álykta, að skilningur þjóðarinnar á því, að bókmenntir vorar og listir eru siálfur grundvöllur íslenzlcrar þjóðmenningar, sé allmjög tekinn að sljóvgast. Tímaritin Leikhúsmál, Ritlist og myndlist, Tónlistin, Musica, Byggingarlistin og Líf og list hafa öll hnigið í valinn á bernskuskeiði, Menn og menntir og Vaki virðast liðin undir lok, Helgafell hefur legið í dái árum saman. Hins vegar er mikil döngun í hinum fjölskrúðuga glœpa- og gleðisagnagróðri, sem skaut hér rótum á stríðsárunum og er sem óðast að leggja undir sig landið. Heimilisritið, Hjartaásinn, Stjörnur, Bergmál og Bláa ritið riðu á vaðið. Þau flytja einkum lapþunna erlenda ástarvellu sem ódýrir hraðritarar semja handa andlegum munaðarleysingjum og idjótum. Þegar þessi rit voru búin að annast forheimslcun fólksins í nokkur ár, var jarðvegurinn búinn til sáningar æðri fræ- korna: Orninn, Blandaðir ávextir, Fönix, Satt, Sakamál, Sök, Afbrot, Séð og lifað bœttust í hóp- inn — fjögur þau síðustuí samamánuði—oglifa góðu lífi. Þessi rit birta einkum klámsögur, myndir af nöktum konum og œsilegar frásagnir af morðum, ránum, nauðgunum og öðrum glœp- um. Um nœsta skrejið á þessari þróunarbraut þarf ekki að spyrja: Þegar þessi rit hafa rœkt skrílmenningarstarfsemi sína í nokkur ár, koma hasarblöð með glœpasögur í myndurri, svo að menn þurji ekki að leggja á sig að lesa. Flest eru þetta Ijósfœlnar plöntur. Útgefendur þeirra og ritstjórar forðast oftast að koma fram í dagsbirtuna og sverja sig að því leyti í œtt við söguhetjur sínar, sem jara líðast á kreik, þegar rökkva tekur, til að afla sér fjár. Eru hér ótrúlegustu menn að verlci. Myndu fáir trúa því á suma þeirra, að þeir gerðu sér það að atvinnu að afmenna þjóðina og œsltuna sérstaklega í gróða- skyni. Tímaritið Birtingur er alger andstœða þessara rita. Þótt reynslan sem fengin var af útgáfu menningarrita hér á landi vœri allt annað en uppörvandi, var stofnað til útgáju Birtings í þeirri bjargföstu trú, að þeir sem einhvers meta íslenzkar bókmenntir og listir myndu sfá svo um, að eitt mánaðarrit um menningarmál fengi þrifizt á Islandi. í fyrsta tölublaði Birtings var því heitið, að ritið yrði vel vakandi í menningarmálum, áhuga- samt og forvilið um allt sem verða mœtti bókmenntum vorum, lislum og menningu til vaxtar og viðgangs. Af efni þriggja fyrstu heftanna má nejna: Ljóð og Ijóðaþýðingar eftir Jón Óskar, Kristján frá Djúpalœk, Elías Mar, Þorstein Valdimarsson, Jón Jóhannesson, Jón úr Vör, Gunnar Dal, Baudelaire, Mixhaus, Arne Nyman o. fl. sögur eftir Indriða G. Þorsteinsson, Hálldóru B. Björnsson, Ástu Sigurðardóttur, Steinar Sigurjónsson og Jón Bjarman, ritgerðir um Ijóð Sigfús- ar Daðasonar, Jóns Thoroddsens yngri og Jóns Óskars eftir Einar Braga, umsögn um fiðlutón- leika Ingvars Jónassonar eftir Leif Þórarinsson, viðtal við leikarana Margréti Ólafsdóttur og Steindór Hjörleifsson, grein um samtökin íslenzk tónlistarœska, jregnir af myndlistarsýningum Þorvalds, Höskuldar og Engilberts, bókmenntastörfum ungra höfunda 1953 og fjölmargt fleira. Eins og þetta yfirlit ber með sér, hejur Birtingur leitazt við að efna þau heit sem gefin voru, og 2 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.