Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 3

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 3
■X EINAR BRAGI : Undarlega blómið og dýrmæta perlan Undarlegt að vera setztur að um sinn eftir margra ára flakk og búinn að fá til sín allar bækurnar sínar. Kannski er maður búinn að farga eða týna öllu á leiðinni að heiman heim: legubekkur og stólar uppétnir, skrifborðið orð- ið að sokkum og skóm, ritvélin farin fyrir brenni, penninn upp í læknishjálp — og eigin- lega saknar maður einskis af þessu: við lifum ekki til að safna dauðum munum. En þegar ég var búinn að taka á annað þúsund bækur upp úr kössum, komst ég við af tryggð og þolgæði þessara hollvina minna: að hafa ekki leitað sér vistar hjá einhverjum öðrum sem hefði sýnt þeim meiri ræktarsemi. Og þó var allra undar- legast að finna í þeim fjöldamargt sem maður hafði verið að leita að öll þessi ár. En svona eru bækur — og svona eru menn. Ég tek úr hlaðanum kver svo létt, að það veg- hann mun í framtíðinni leita eftir samvinnu við sem allra flesta íslenzka listamenn og áhuga- menn um menningarmál. Utgáfa Birtings var hafin af engum efnum og án vonar um fjárhagslegan ávinning. Birtingur er gefinn út og ritaður af örsnauðu áhugafólki sem leggur á sig límafreka sjálfboðavinnu í þeim tilgangi einum að freista þess að vinna bókmenntum vorum og listum nokkurt gagn. Hingað til hefur ritið verið rekið með tapi. Takizt ekki að auka kaupendatölu þess að miklum mun, hlýtur Birtingur að lcggjast til hvíldar í barnagrafreiti íslenzkra menningarrita. Þess vegna er heitið á þig, heiðraði lesandi, að láta ekki þinn hlut eftir liggja. Það sem orðið hefur öðrum íslenzkum menningarritum að aldurtila er sinnuleysi og seinlœti þeirra, sem þó munu telja þörf á því að völ sé annars lestrarejnis hér á landi en innlendra og erlendra sorprita. Birtingur treystir því, að tóm- lœti og andleg deyfð verði ekki til að kála honum eins og fyrirrennurum hans. Bregðizt skjótt við! Gerizt áskrifendur nú þegar og hvetjið aðra til þess. Árgangurinn kostar aðeins kr. 60 og greiðist fyrirfram. Tekið er á móti áskrifendum í Prentsmiðjunni Hólum, Þing- holtsstræti 27 (sími 6844), Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21 (sími 5055) og Bólcaskemmunni, Laugavegi 20 B (jrá Klapparstíg). Látið ekki standa á liðsinni ykkar. Hringið strax í síma 5055 eða 6844, og ritið verður senl heim• ur næstum ekki neitt; þó fer um mig einhver kitlandi eftirvænting við að snerta það aftur eftir níu ár, og þegar ég fer að fletta því hrísl- ast ungur fagnaðarylur um allan líkamann. Á grófri kápunni stendur: Jón Thoroddsen -—- Flugur, en neðst á titilblaði: Reykj avík —-1922 — Félagsprentsmiðjan. Utgefandi er ekki greindur, og af því ræð ég að skáldinu hafi leiðzt þessi orð: á kostnað höfundar. Efst á titilblað hef ég ritað, að bókin sé keypt 11. apríl 1944 á Akureyri, og ég man það glöggt: Hún fékkst í fornbóksölu Pálma H. Jónssonar og kostaði eina krónu — það hafði ekki verið slegizt neitt að ráði um hana þessi tuttugu og tvö ár sem liðin voru, síðan hún kom út- Samt var notalegt að vita af henni í útvasanum á jakkanum, og ég var kvikari í spori á heimleið- inni þennan vordag, af því að hún var þar; og BIRTINGUR 3

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.