Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 6

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 6
Vei þér, maður. Ég er þjáningin. Ég á aðeins undar- lega blómið. Gef mér, segir ungi maðurinn, og hann þiggur gjöf- ina. ' Þetta er undarlegt blóm, segir ungi maðurinn. Ég vil bera það við hjarta mitt. Og hann heldur leiðar sinnar. Þetta er sannarlega undarlegt blóm, segir ungi mað- urinn. Mig verkjar í brjóstið. Og hann heldur áfram, og mikið er honum gefið. En hvað ég er ríkur. hrópar ungi maðurinn. Nú skal ég kaupa dýrmætu perluna. Og hann leitar og leitar, en perluna er hvergi að finna. Að lokum heyrir hann getið um vitringinn, sem á dýrmætu perluna, og hann leitar uppi vitringinn. Sjáðu, hvað ég er ríkur, hrópar ungi maðurinn og fagnar. Ég ætla að kaupa dýrmætu perluna. Hún selst ekki, segir vitringurinn. Þá nýr ungi maðurinn hendur sínar og hrópar: Hvað stoða mig auðæfi mín, ef ég get ekki keypt dýrmætu perluna. Og hann heldur á brott, þunglyndi maðurinn. Gef oss, segir fjöldinn, og þunglyndi maðurinn gef- ur. Gef oss, segir fjöldinn, og hann gefur stórar gjafir. Svo fer hann aftur á fund vitringsins. Sjáðu hvað ég er fátækur, segir þunglyndi maður- inn. Gef mér dýrmætu perluna. Hún gefst ekki, segir vitringurinn. Þá lítur þunglyndi maðurinn undan í þögulum harmi, en vitringurinn deplar öðru auganu og spyr: Gafstu allar gjafir þínar? Já, segir þunglyndi maðurinn. Gafstu líka undarlega blómið? Þannig spyr vitring- urinn. Þá grætur þunglyndi maðurinn. Hann elskar undar- lega blómið. Jæja, jæja, eigðu það þá, segir vitringurinn. Ég elska undarlega blómið, hrópar þunglyndi mað- urinn. En hvað gkal ég með það? Sjá, einnig það vil ég gefa. Og hann tekur fram undarlega blómið. En vei, það er vaxið inn í brjóst hans. Engu að síður kippir hann út undarlega blóminu. Og sjá, milli róta þess liggur dýrmæta perlan. Jón Thoroddsen hefur verið búinn flestum kostum góðskálds, og margt finnst mér benda til, að hann hefði rutt íslenzkri Ijóðlist nýjar brautir, hefði honum enzt aldur til: Hann sér og sýnir öðrum hlutina í nýju svölu fersku ljósi, á frjótt ímyndunarafl, áræði til að fara ótroðnar slóðir, ósvikna kímnigáfu; hlý mann- úð og réttlætiskennd, þrá eftir sannleika og þekkingu, íhugul leitandi trúhneigð og næm- leiki fyrir hinu dula ósegjanlega einkenna hin alvarlegri ljóð bókarinnar. í þeim flestum er eitthvað sem alla varðar- Meðan ekki er glötuð að öllu gáfa íslenzks fólks að gleðjast yfir því sem er fagurt ungt og nýstárlegt mun verða litið í ljóðabók Jóns Thoroddsen. 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.