Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 10

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 10
izt, djöfuls blú pælott? Andskotans helvíti! Hann heyrði skellihlátur einhvers staðar rétt hjá, — hásan hrygluhlátur eins og skrattinn væri að velta vöngum yfir glataðri sál. Hann riðaði á fótunum og fálmaði út í loftið til að styðja sig og grillti um leið í kvenmann upp við tóma benzíntunnu rétt hjá. Hún var að hlæja — að honum auðvitað. Hann var fok- vondur og nálgaðist hana með kreppta hnefa. En þegar hann sá hana betur var honum öllum lokið og hann þurrkaði af flötum lófum á bux- unum sínum alveg ósjálfrátt. Hún var hvorki hæðnisleg eða illgjörn í framan, heldur skiln- ingsrík í augunum og brosti svo skrítilega og góðlátlega. Hún var drusluleg og skítug, með hárið niður í augu, en honum hlýnaði öllum af því hún brosti svona til hans. Líklega var þetta Hafnarstrætismella. ein af þessum konum sem honum hafði skilizt að væru góðar við alla, — já, jafnvel einu konurnar í Reykjavík, sem hefðu hjartarúm og góðvild og skilning handa öllum jafnt. Á svipstundu rann það upp fyrir honum að nú þurfti hann eitt öllu öðru fremur: með- aumkun, hlýju, hluttekningu — að geta talað við einhvern, sem gæti skilið hann, huggað hann og borið með honum alla þessa smán og sorg. Þessi stúlka var að útliti langt fyrir neðan allt sem hann áður hafði álitið hægt að tala við, — hversu ægilegur munur og á draumadís- inni hans! — En það gat verið, að hún væri betri — vildi tala við hann, þó að hann væri ekki Kani — gæti huggað hann og hlynnt að honum. Hann ambraði til hennar óviss á fót- unum. Hún var ennþá með góðviljaðan skilning í augunum og þetta kátlega bros í kringum munninn — hún var reyndar tannlaus. — Sæl, sagði hann. Ertu úr Strætinu? Stúlkan gapti upp á hann. — Ha? sagði hún. Hvaða þtræti? Hún var smámælt og velti völu. — Hafnarstræti. — Nei- Því spyððu að því? \ ÞÓRA ELFA BJÖRNSSON: Ve^aiaH^ÍHH mikli Ég er konungurinn hið ólýsanlega tákn eyðimerkurinnar kveikur Ijóssins, hestur bardagans. Ég er vatnið. hin grœna lífsins lind, alabastur jljólanna, vindill múhammeðstrúarmanna. Ég er Vegjarandinn mikli, Jrekkið Jnð mig ekki þegar þið sjáið mig þeysa á bleikum hesti dagrenningarinnar, synimánans? Ég er Faruk loftsins-----. V-------------------------------------J — Af því bara. Stúlkan þagði og mældi hann með augun- um. Hann reyndi að rétta dálítið úr sér — hann varð að vera kaldur og öruggur, þekkja á kvenfólkið -— hann varð að fá að tala við hana þó að hún væri tannlaus og óféleg. Hann tók í handlegginn á henni. — Talaðu við mig elskan — komdu með að skemmta þér------ Stúlkan vatt sig af honum. — 0 þvei! Hvaða peninga ætli þú eigið! Það stóð dálítið í honum, — hann átti enga peninga. Það hnusaði í stúlkunni. — Þú átt hvoðki peninga né bðennivín. Ég eð ekki með þoleiðis ðæfli. Hann sleppti henni og hörfaði. Honum sýnd- ist hún skiptast í tvennt, þær stóðu þarna tvær bálvondar og ógnandi. En það var bara af því hann var svo skrítinn í augunum. Hvað átti hann að gera — hún vildi ekkert með hann hafa! — Viltu þá ekki Kana? spurði hann loks hik- 10 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.