Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 11

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 11
JÓN BJARMAN: I rÓSrjÓðlJ SÓÍClH/ÓSÍ Hann stóð mitt í þvögunni, allsnakinn fjórtán ára drengur. Allt í kringum hann voru fullorðnir menn. Sumir voru í kafarabúningi, með þvottabala í annarri hendinni og rjómaís í hinni. ASrir störðu fjarrænum augum út í loftið og öskruðu eitthvað óskiljan- legt babl- „SólakurrauS tjara, sem farin er að ryðga!“ öskraði einn. Hann var í sund- skýlu með harðan hatt. Sá, sem stóð við hliðina á honum, henti sér skyndilega á grúfu ,á sólbakaða asfaltsléttuna og hrópaði: „ViS lifum, þjáumst og deyjum fyrir listina!“ Nærri þessum manni var annar í brúnum molskinnsbuxum og þykkri lopapeysu. Hár hans var sítt og gisinn skegghýungur var á þunnum vöngum hans. Fyrir framan þennan mann voru málaratrönur, og á þeim strigi útslettur í ljótum litum. Þessi maður horfði dreymnum augum á strigann. Því næst hóf hann upp skræka raust sína og hljóðaði: „Hefur nokkur áður í Montmartre túlkað ofurhugann í faðmi Kúnígúndar jafn snilldar- lega og ég? Nei! Enginn! Húrra!“ Og hann klappaði saman lófunum hátíðlegur á svip. Lengra frá litla drengnum sat negri í Eskimóafötum og lék á Hawaiiguitar og saxophon til skiptis. Hljómarnir úr hljóSfærunum komu í gusum og voru ægileg afskræmi nema einstaka sinnum lék hann brezka þjóðsönginn. Litli drengurinn stóð og horfði á þetta allt saman svo allsber og ofurlítið farinn að loðna. Hann bara stóð og horfði og hlustaði með galopinn munninn. Skyndilega fól hann andlitið í höndum sér og hallaði sér grátandi upp að söngvaran- um, sem stóð við hlið hans og söng: „Hay-Ba-Ba-Ree-Bop,“ og sagði hálfsnöktandi, svo lágt að söngvarinn varla heyrði: „Og ég, sem ætlaSi að verða skáld.“ Janúar 1952. andi. Honum hafði dottið ráð í hug. Stúlkan leit snöggvast á hann og vottaði fyrir áhuga í svipnum. — HvaðþegiðSu? spurði hún. Hann fékk nýjan kjark. Nú var um að gera að vera nógu smart í amrískunni. — Æmm amríkann — æmm blú pælott. Æ kann spík ameríkann------æ lovv jú darling (nú var um að gera að tala holt og flátt) æ low jú, æmm amríkann blú pælott, jú kann sí itt júrself — er blú--- — Hættu þeþþaði bölvaðði þvælu, sagði stúlkan reiðilega. — Þú eðt enginn pælott. — Þú eðt baða íþþlendinguð — ég vil ekki þjá þig! — Viltu ekki sjá mig, æmm Súpermann — hvurn djöfulinn viltu þá? — Þúpermann! Þó, þó! sagði stúlkan og sneri sér undan og gerði sig líklega til að fara. Hann tók sér stöðu fyrir framan hana og bað- aði út handleggjunum. — Jú ar streinds — vott a pittí. Kærastan mín vildi Kana — sí priförd Se blú pælott — nott mí — Se Súpermann — mí, helvítis mellu- pæjan sú arna! Hann lokaði augunum — og sá allt í einu 11 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.