Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 12

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 12
r N FRANZ TOUSSAINT: SOFANDI VEIÐIHUNDAR í keiluskugga kýprustrésins sofa veiðihundarnir mínir tveir eins og örvar í mæli. i Lát hurð falla hægt að stöfum, svo þeir vakni ei. Þegar þú strýkur þeim mildilega um bjórinn verða hendur þínar í draumi þeirra að svalri lind í Libanon. ' V__________________________________________ löngu liðna atburði, yndislegar bíóferðir og göngur á rúntinum þegar það var að byrja — — og nú! Þessar síðustu klukkustundir, þegar það var að enda í þessari skelfilegu martröð -----hann opnaði augun til að sjá það ekki fyrir sér, hann reyndi að horfa á þessa útlifuðu, tannlausu konu, á rytjulegt hárstrýið og skít- ugan hálsinn. Ef hún bara vildi tala við hann. — Jes, sís gönn — bött æ low her só æ kann nevver tell, bött æ sjall sjó jú a pikser of her vott æ lovv her — ó væt, onlí væt, lúkk at ðe pikser of mæ díer!----- Tárin fylltu augu hans er hann fálmaði bjind- andi eftir stælbindinu og breiddi það út fyrir framan stúlkuna. Hún stanzaði og leit forvitin á bindið. A því var mynd af ömurlegum vanskapningi, sem minnti ofurlítið á beran kvenmann. Höf- uðið var tiltölulega stórt, hnöttótt eins og bill- jardkúla og um það stóð rauðgul flókabenda í allar áttir eins og fax á þústuðu útigangs- tryppi. Á enninu voru tvær bugðóttar línur fyrir augnabrúnir og tvær hlemmistórar bláar klessur í stað augna. Á hÖkunni var rauð skella, sem að líkindum átti að tákna munn. Svo kom heljarlangur flöskuháls og flöskuaxlir Jón úr Vör þýddi. ____________________________________________J I og þar fyrir neðan tvær flatkringlur með svört- um deplum í miðju eins og skotmörk — það voru brjóstin. Ormjótt mittið var í ótal hlykkj- um og eitt laufblað hékk á milli náranna. Þessi ófreskja var svo kiðfætt að það var eins og hún væri gengin úr hnjáliðunum og þarna hallaðist hún upp að renglulegum pálma, leiddi skrattann og bar hvolpa. Svona er hún yndisleg, kjökra§i hann og horfði tárvotum augum á þá tannlausu. •— Só bjútifúll iss sí — vott a lovv her, Iow her, low her — — hann gat varla talað fyrir gráti -— bött ná si iss gönn forewer — forevv- er. Jeremías, góður guð! Hann var farinn að snökta hátt. Tannlausi kvenmaðurinn skellti upp úr og sneri í hann bakinu. Hann sá hana hverfa niður í Tryggva- götu í humátt á eftir tveim fullum Könum. Hann hélt bindinu enn útbreiddu í höndun- um, hann þurfti varla að líta á það, hann kunni hana orðið utan að þessa yndislegu veru sem hallaði sér svo sexí upp að pálmanum, hann hafði gengið með þetta bindi síðan hann keypti það. — Þessi yndislegu bláu augu og rauðu varir — og vöxturinn — alveg eins og stúlkan hans, sem nú var honum glötuð.---------Hann 12 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.