Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Birtingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Birtingur

						„Hann er
alls staðar nærri
þessi islenzkí tónn"
Rabbað oíð frú Jórunní Víðar
Frú Jórunn Viðar efndi til píanótónleika í
Austurbæjarbíói þriðjudaginn 9. marz s.l.
Brynjaður því tillitsleysi sem fréttanösum er
áskapað arkaði tíðindamaður Birtings heim til
listakonunnar að Laufásvegi 35 daginn fyrir
tónleikana og bað um viðtal.
—  Eg er hversdagslegasta manneskja undir
sólinni og hef aldrei Iifað neitt sem í frásögur
sé fœrandi, segir frú Jórunn þegar við erum
setzt andspænis hvort öðru við stofuborðið og
kaffi komið í bollana.
—  Þér eruð fædd í Reykjavík?
—  Já, hérna á Laufásvegi 35 og komin af
innfæddum reykvíkingum í 9. lið. Annars var
afi minn, Indriði Einarsson, vanur að kalla sig
norðlending.
Fyrr en varir erum við komin út í ættfræði,
algengasta umræðuefni íslendinga þegar veðr-
inu sleppir. Einar faðir frú Jórunnar var sonur
Indriða Einarssonar, skálds, en tók sér ættar-
nafnið Viðar. Hann var söngmaður góður —
einn af stofnendum kvartettsins Fóstbræður
sem varð vísir karlakórsins með sama nafni.
Systkini Einars og systkinabörn mörg hafa orð-
ið þjóðkunnir leikarar eins og alþekkt er. Móð-
ir Einars Viðar var Marta María dóttir Péturs
Gudjohnsen, organleikara í dómkirkjunni.
Móðir Jórunnar er frú Katrín Viðar, sem flest-
ir reykvíkingar kannast við. Systir Katrinar
Viðar, frú Ásta Norðmann, hefur lengi iðkað
og kennt dans, samið dansa og komið upp sýn-
ingum í Reykjavík. Kristín systir hennar var
BIRTINGUR
<ffV
gift Páli ísólfssyni, tónskáldi — móðir þeirra
Þuríðar, söngkonu, og Einars, leikara. Oskar,
bróðir þeirra Norðmann-systra, er kunnur
söngmaður — og annar bróðir þeirra, Jón
Norðmann, stundaði nám í píanóleik í Þýzka-
landi á stríðsárunum fyrri og hélt hljómleika
hér í höfuðstaðnum, en dó ungur úr berklum.
—  Svo þér eruð trúlega fædd með tónlist í
blóðinu? segi ég.
—  Það er ég ekki viss um, segir frú Jórunn
— en ytri aðstæður hafa í þessum efnum verið
mér hliðhollari en mörgum öðrum. Mamma
spilar á píanó og hefur kennt píanóleik frá því
ég man eftir mér. Þegar pabbi dó — ég var þá
fjögra ára — setti hún á stofn hljóðfæraverzl-
un, og þar hlustaði ég á fjölda af góðum hljóm-
plötum. Mér er sagt að þriggja ára gömul hafi
ég leikið öll lög eftir eyranu með viðeigandi
skómakarabassa,   en   það   er   svosem   ekkert
19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36