Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 11
FRANZ TOUSSAINT: STJÖRNUSPEKINGURINN Vissulega er Brahim hinn lærðasti stjörnuspekingur. Hann þekkir uppá sína tíu fingur gang himintunglanna og veit hvenær stjarna sker annarrar braut. Hitt veit hann ekki, að á hverju kvöldi fer eiginkona hans til fundar v____________________________________________ sem báru höfuð yfir samtíðarmenn sína, áróð- ur í ræðu og riti til að marka rétta stöðu arki- tektsins í þjóðlífinu og menningarstarfi sam- tíðar sinnar. Það hafa miklar sviptingar orðið og ýmsum veitt miður, en við þurfum sérstaklega að leggja okkur tvennt á minnið. Ég hef ekki næga þekkingu til að þora að fullyrða, að ný viðhorf í stríðsherjuðu Ev- rópuríkjunum, röskun á félags-, fjárhags- og framleiðslukerfinu og andlegt rótleysi, hafi fært arkitektunum fyrsta verulega sigurinn. Þó er víst að eftir 1920 mótast fast prógram meðal yngstu og djörfustu arkitekta meginlandsins, og birtist það fullmótað í stofnun CIAM (les Con- grés Internationaux d’architecture Moderne) árið 1928. Með prógrami er hér ekki átt við boðorð í 10 liðum og fordæmingu vantrúaðra. Það yrði of langt mál og á ekki heima hér að skýra hvað CIAM er. Meginatriðið er þó: að mörkuð var ný afstaða til verkefnanna eins og sumir vilja orða það. CIAM er starfsaðferð í því fólgin, að arkitektinn stendur alltaf frjáls og aðlagar sig nýjum aðstæðum með viðræð- um og vinnu. Þó er veigameiri sú lífsskoðun, sem felst í eftirfarandi lauslega þýddu klausu: við elskhuga sinn. Jón úr Vör þýddi „Menningin er „dynamisk“ verðmæti. Menn- ingarverðmætin verður stöðugt að skapa að nýju í lífi hverrar kynslóðar. En vitundinni um stöðugan breytileik verðmætanna verður að fylgja styrkur til að velja á milli gæða til að öðlast öryggi í vitundinni um að velja hið bezta. Ur þessu ástandi vex samhyggjan og á- byrgðartilfinning og þörf fyrir sammiðlun, að vera þátttakandi, að vinna saman án hugsunar um persónulegan hagnað.“ (Byggekunst 6—7, 1952). Tveim árum eftir stofnun CIAM sprakk bomban á Norðurlöndum með Stokkhólms- sýningunni 1930, sem kölluð hefur verið „funk- tionalismens genombrott“. Þó að sýningin væri að formi formalistisk prógramyfirlýsing og með henni tækist að höggva á fjötra hins aka- demiska formalisma, var þýðing hennar ekki síður mikilvæg vegna þess, að hún hóf arki- tektinn í þann sess í þjóðlífinu, sem veitir hon- um ekki aðeins rétt til jafns við aðra borgara til áhrifa á sköpun hins ytri ramma menning- ar okkar, heldur skyldar hann til virkrar þátt- töku í að leiða og móta þróunina til fullkomn- ara og betra menningarlífs. Arkitektinn er ekki lengur aðeins skreytinga- 27 birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.