Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 10
SsWMMrntí MMV ?.//;? j hiálceikasíjnin^ jj.óhau.itesal jjóhaimessotta'i Jóhannes Jóhannesson opnaði málverkasýn- ingu í Listvinasalnum við Freyjugötu sunnu- daginn 4. þ. m., og verður hún opin til 18. apríl. Jóhannes hóf ungur gullsmíðanám, en hall- aði sér síðar að myndlist og sigldi til Ameríku til náms, hefur síðar dvalið um tíma á Ítalíu og víðar erlendis. Hann hélt fyrstu sýningu á verk- um sínum 1947, síðar í félagi við Sigurjón Ól- afsson, myndhöggvara, 1949. Eru þannig 5 ár liðin, síðan mönnum gafst síðast kostur á að líta á myndir þessa unga málara. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni, sem er hin skemmti- legasta. Á sýningunni eru um 20 málverk og álíka margir smeltmunir. Er mikil nýjung að smelt- mununum, því listgrein þessi hefur ekki verið iðkuð hér áður að heitið geti og ekkert á síð- ustu öldum. Skal því reynt að gera hér nokkru nánari grein fyrir henni. Smelt eða emalje er í stuttu máli litglerjung- ur, sem samlagaður er málmi við ákveðið hita- stig. Hann er samsettur af kísilsandi, blýi og öðrum efnum, ásamt litarefnum, unnum úr ýmsum málmsöltum. Þegar emalerað er á málm, svo sem eir eða silfur, er glerungurinn borinn á sem duft, og síðan er málmurinn hit- aður þar til duftið bráðnar. Litirnir í emalje geta orðið mjög auðugir og djúpir, og fjöl- breytni þeirra er mikil. En þar sem málmsöltin ákvarða litina og þeir geta tekið breytingum við ýmis hitastig, þá er gerð mikil krafa til æfingar og þolinmæði þeirra, sem við þetta fást, — það er að ákvarða, hvenær þeir litir eða blæbrigði myndast, sem til er ætlazt. Ekki vita menn með vissu um uppruna þess- arar listgreinar, en hún er það gömul, að til eru hlutir, sem taldir eru gerðir á 10. öld fyrir Krist. Þar á meðal eru t. d. örsmáar múmíur frá Egyptalandi, þaktar sérstökum glerungi, en þær hafa fundizt í grafhýsum og átt að þjóna þeim framliðnu í öðru lífi. Auk hinna egypzku gripa, geyma söfn einnig verk Grikkja á þessu syiði, og á 4. öld virðist listgreinin hafa náð norður til írlands og orðið veigamikill þáttur í liinni merku skreytilist Kelta. Mestum blóma nær emaleringin þó í Býsans á 9. til 11. öld e. Kr. og kvíslast þaðan bæði austur til Kínaveldis, síðar til Japans og Ind- lands, þó ekki fyrr en á 16. og 17. öld, en einnig norður um Evrópu, jafnframt útbreiðslu kristn- innar. Tegundir emalje eru aðallega tvær; hið svonefnda cloisonné eða garðasmelt, eins og það nefndist hér til forna, er í því falið, að ör- þunnir málmþræðir eru lagðir á hlutinn, sem emalera á, til að afmarka liti og mynztur. Þessa aðferð nota Kínverjar t. d. næstum því ein- göngu. Hin tegundin er hið svonefnda cham- plevé, eða grópasmelt, og eru þá ekki lagðir á þræðir, heldur er grafið í málminn fyrir skraut- inu og glerungurinn lagður þar í. í þriðja lagi er einnig hægt að emalera á slétta málmplöt- una, líkt og þegar leirmunir eru skreyttir. í þessum munum, sem Jóhannes hefur verið að 46 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.