Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 16
Gróandí i islenzkum listum Maður finnur bezt þegar daginn fer að lengja, að það er einhver ákaflega fagnaðar- ríkur titringur í loftinu yfir íslandi um þessar mundir. Alls staðar er eitthvað að gerast og gróa: hjálpa vorinu að vinna á gráma tilver- unnar. — í íslenzkri ljóðlist hefur orðið gagn- ger bylting á fáum árum. Þjóðskáldafarganið er góðu heilli úr sögunni og á vonandi aldrei eftir að rísa upp framar: sjálft orðið þjóðskáld minnir mann á þessa spaugilegu pípuhatta með fjöður inni í — allir kannast við þá úr kvik- myndum Chaplins: það er gripið til þeirra við hátíðleg tækifæri, fingri stutt innan á kollinn, og þá spretta þeir sundur; hattburðarmaðurinn sýnist hálfri alin hærri en hann er, þegar hann er búinn að setja upp höfuðfatið. í stað þjóð- skálda höfum við eignazt álitlegan hóp ungra póeta, sem yrkja eins og þeim gott þykir og verða að krefja hann um borgun fyrir kost og lóssí, ha, ha! Hinn ungi ógæfusami maður starði æðislega á hann um stund, þrýsti síðan hönd hans, greiddi mánaðar uppihald fyrir- fram og fór að kjökra eins og barn. Næstu daga var hann dapur í bragði og varla viðmælandi. Hann sat stöðugt inni í stofu eins og nærri má geta, og skortur á hreyfingu og hreinu lofti byrjaði að vinna á heilsu hans. Hann stytti sér stundir við að drekka te og skoða fjölskyldumyndirnar. Hann starði marg- ar klukkustundir á myndina af vini föðurbróð- ur pabba í bengalska einkennisbúningnum — talaði við hana og bölvaði henni hástöfum. Hann var greinilega byrjaður að bila á geðs- munum. Að lokum dundi skelfingin yfir. Þau báru hann upp á loft hitasjúkan og hálfóðan. Veikin setja metnað sinn í að vera skilgetin afkvæmi síns tíma: trúverðug heimild síðari tíma mönn- um um einkenni vorrar aldar, en ekki ímítérað- ar fornmenjar. — í tónlistarmálum er alltaf eitthvað um að vera: A síðustu mánuðum hef- ur komið hér fram hvert talentið af öðru og spilað fyrir íbúa höfuðstaðarins: Ingvar Jón- asson á fiðlu, Guðmundur Jónsson og Gísli Magnússon á píanó — allir bráðefnilegir ung- ir menn, er dvalið hafa árum saman úti í lönd- um til að nema list sína, mannast á heimsins hátt og geta fært okkur heim í fámennið and- blæ þess bezta í menningu heimsins. Ungt lista- fólk í öllum greinum er sem óðast að slíta af sér fjötra stöðuhugmynda og storknaðs forms: í síðasta hefti Birtings lýsti frú Jórunn Viðar því yfir, að von mætti eiga á lögum við atóm- Ijóð í framtíðinni. Þá fannst nú sumum sem var hræðileg. Hann þekkti engan — ekki einu sinni vin föðurbróður pabba, þennan í beng- alska einkennisbúningnum. Oðru hverju spratt hann upp og öskraði: — Jæja, nú held ég sé réttast . . . hné síðan niður á koddann aftur og hló tryllirigslega. Stundum þaut hann upp og æpti: — Einn tebolla til og fleiri myndir. Fleiri myndir. Ha! Ha! Eftir eins mánaðar ógurlegar þjáningar dó hann loksins á síðasta orlofsdegi sínum. Svo er hermt, að þegar kallið kom hafi hann setzt upp í rúmi sínu, brosað huggunarríku brosi til hús- ráðenda og sagt: — Englarnir eru að kalla á mig, svo að ég er hræddur um að nú verði ég að fara. Verið þið sæl. Og andi hans flýtti sér út úr fangelsinu eins og þegar ofsóttur köttur stekkur yfir girðingu. 52 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.