Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 38

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 38
THOR VILHJÁLMSSON: Syrpa Kvöldstund með Faulkner I blöðum sem mér hafa nýlega borizt frá París eru greinar sem ýmist heita: í»ögn Faullmers eða Þagnir Faullmers. (Það er ekki auðvelt að fá William Faulkner til að tala. Hann svarar spurningum stuttlega og hnitmiðað eins og svarið væri endanlegt og málið útrætt. Hann er lítill maður vexti, beinn, fremur gildvaxinn, svipurinn höggv- inn úr steini, lokaður. Hann virðist vera dulur í skapi og rammlega víggirtur. Hæg- ur, kyrrlátur, seinlegur. Meðan hann talar fitlar hann mikið við pípu sína. Það er eins og hann veiði taugaveiklun augnabliksins með eldspýtu sem hann heldur milli þumal- fingurs og vísifingurs og troði henni hægur og sterkur ofan í pípu sína. Eflaust til að stilla sjálfan sig. Fá öryggi með því áratug- um saman svo það er orðinn hluti af ör- ygginu: þáttur í því. Augun eru dökk, brún: þungi 1 augnaráð- inu. Ég sagði að ég væri að lesa A Fable eftir hann og spurði hvernig henni hefði verið tekið í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hve mörg eintök hafa selzt af henni, sagði Faulkner. Kannski er það ekki heldur mælikvarðinn, sagði ég þá þegar hann sneri svona út úr. Nei, sagði Faulkner, ég hef enga hugmynd um hve mörg eintök hafa selzt af henni. Ég er ekki bókmenntamaður. Ég er bóndi. Ég veit hve mikil hey ég hef, sagði hann af þeirri listamannlegu tilgerð sem býst gervi látleysisins. Ég spurði hvað hann áliti um unga höf- unda í Bandaríkjunum í dag. Hann sagðist ekki hafa lesið nýja bók í 20 ár. Þá sagði ég að ég hefði lesið eftir hann bréf til einhvers blaðs vegna bókar Heming- way: Across the river and into the trees. Já, sagði hann og bætti við að hann hefði ekki verið búinn að lesa bókina þegar hann skrifaði þetta. En honum hefði fundizt það væri ekki hægt að skrifa svona um mann sem hefði samið svo góðar bækur sem Hem- ingway áður þó að þessi væri kannski ekki eins góð og hinar. En þá gætu gagnrýnendur bara látið sér nægja að segja: ég átta mig ekki á þessari bók og látið þar við sitja. Hann sagðist viðurkenna að hún væri kannski ekki svo góð þessi bók: Across the river and into the shade of the trees, sem hann kallaði svo, — en það væri óþarfi að staglast á því, það væri ósköp vel hægt að láta það kyrrt liggja. Maður sem hefði skrifað eins vel og Hem- ingway hann hefði vissulega leyfi til að skrifa eina lélega bók. Minnsta kosti hefðu þeir ekki leyfi til að gagnrýna á þennan hátt og setja sig á háan hest gagnvart Hemingway sem hefðu ekki skrifað eins góða bók sjálfir. Þetta hefði minnt sig á músaflokk sem fer á kreik með derringi „when the lion is not on its feet and roaring“. En hver hefur þá leyfi til að gagnrýna þá stóru? T. d. Hemingway. Eða yður sjálf- an? Þá féllst hann á að gagnrýni væri nytsam- leg en hún yrði að vera heiðarleg. En það veittist flestum auðveldara að skrifa um slæmar bækur en góðar. Hafið þér hitt Hemingway sjálfur? Já, sagði hann. Við hittumst einu sinni 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.