Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 45

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 45
R . H . WILENSKI: Agrip af evrópskri listasögu 2. Egypzk list Elzta menning, sem hægt er að nefna því nafni og hefnr látið okkur eftir listaverk, er kennd við Egypta. Hún hófst fimm þúsund árum eftir siðustu ísöld, það er að segja um 3000 f. Kr., eða fyrir nálcga fimm þúsundum ára. Saga egypzkrar listar nær yfir þrjú þúsund ára tímabil, eða frá því er Gyðingar tóku að gera tígulsteina fyrir faraóa Egyptalands fram á daga Kleópötru fögru, er daðraði við Cesar og Antoníus. Allan þennan tíma hélzt list Egypta mikið til óbreytt. Hún hafði bæði trúarlegan tilgang: að vernda sálir fram- liðinna í grafhýsum sinum, og veraldlegan: að ægja og ógna lýðnum með tign og veldi faraósins. í því augnamiði voru pýramíðarnir reistir, stærstu og traustustu grafhýsi í veröldinni; af sömu sökum hélzt dráttlistarhefðin óbreytt, en hún hefur einkum varðveitzt i grafskreytingum, sem Egyptar álitu að bægja mundu illum öndum frá hinum framliðnu; þess vegna fundu þeir höggmyndum sinum varanlegt snið, sem einkenndist af taktföstum og einstreng- ingslegum steHingum mannamyndanna, án handa- eða fóta- hreyfinga; í þessu skyni mótuðu Egyptar ógn og tign i svip konunga sinna; af sömu rótum er Sfinxinn runninn, ljón með mannshöfuð, tákn um vald faraós. Egyptar gátu einnig mótað náttúrulega eins og mynd- höggvarar nútímans og gerðu það. En þeir töldu slikt til óæðri alþýðulistar og ótækt, nema þegar myndirnar höfðu hvorki trúarlegt né pólitfskt markmið. Á nítjándu öld þegar evrópsk list var natúralfsk, var dulmögnuð list Egypta álitin misheppnaðar tilraunir manna, sem uppi hefðu ver- ið endur fyrir löngu og langað til að spreyta sig á natúr- alisma Akademíunnar ensku og Parisarsalónsins. Nú vitum við hins vegar, að form egypzkrar listar hafði dulfræðileg- an tilgang. Þó gerðist það einu sinni í sögu Egypta, að lic'iggmyndalistin varð hvort tveggja í senn rómantfsk og einstaklingsbundin. Einn faraóanna var ekki mótaður sem alvaldur konungur, heldur sem hver annar maður. Það var Amenopliis hinn 4., eða Akhnaton eins og hann sjálfur kallaði sig síðar. Hann hratt af stað byltingu til að knýja fram aukið frjálslyndi í trúarbrögðum, en í kjölfar hennar sigldi meira frjálsræði í listum. Amenophis 4. (Akhnaton) ,.Oriel“ cftir Epstein 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.