Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 10
FRANZ KAFKA: Ellefu synir Ég á ellefu syni. Fyrsti sonur minn er heldur lítill fyrir mann að sjá, en alvörugefinn og skynsamur. Þrátt fyrir það hef ég ekki miklar mætur á honum, enda þótt mér sé annt um hann eins og önnur börn mín. Mér finnst hann of einfaldur í hugs- un. Hann lítur hvorki til hægri né vinstri og eltir skottið á sjálfum sér. Annar sonur minn er fríður sýnum, grann- vaxinn og vel limaður. Það er unun að sjá hann skilmast. Hann er einnig skynsamur og auk þess mjög veraldarvanur. Hann hefur far- ið víða. Þessvegna eru átthagarnir honum hjartfólgnari en þeim sem aldrei hleyptu heimdraganum. Annað er þó þyngra á met- unum í þessu tilliti en ferðir hans. Það er eitthvað óviðjafnanlegt í fari hans sem allir hlytu að viðurkenna, ef þeir ætluðu t. d. að leika það eftir honum, hvernig hann stingur sér til sunds mjúkt og fimlega. Ef til vill mundi þeim endast kjarkur fram á hrettis- brúnina, en í stað þess að steypa sér fram af mundi þeim falla allur ketill í eld, fóma höndum og biðjast afsökunar. Og þrátt fyrir allt þetta (ég ætti eiginlega Rit hans hafa haft geysimikil áhrif á nútímabók- menntir. Efni þeirra er að mestu sótt í ævi hans sjálfs. Lýsing á misskilningi þeim, sem rís upp milli einstaklingsins og umhverfis hans, er rauði þráð- urinn í ritum hans. Hann lýsir hinum óumflýjan- lega harmleik lífsins á táknrænan hátt. Margir nútímahöfundar hafa sungið Kafka lof. André Gide segir: „Eg er ekki viss um, að hvoru ég dáist meira, hinni natúralistísku lýsingu hins óraun- verulega heims, sem verður raunverulegur vegna þess hve hárfínar og nákvæmar myndir hann að þakka guði fyrir að eiga annan eins son) fellur mér ekki alls kostar við hann. Hann drepur tittlinga með vinstra auga, sem er eilítið minna en hið hægra. Það er vissulega aðeins óverulegt lýti, sem gerir hann meira að segja ennþá dirfskufyllri á svipinn. Engum kæmi til hugar að núa honum því um nasir jafn dulur og ómannblendinn og hann er. En ég faðir hans geri það. Það er auðvitað ekki þetta líkamslýti er veldur mér sársauka, held- ur einhver samsvarandi þáttur í sálarlífi hans, eitthvað görótt í fari hans, eitthvað sem kemur í veg fyrir að hæfileikar hans nái full- um þroska og ég einn kem auga á. En ein- mitt að þessu leyti sver hann sig í okkar ætt, því að þessi Ijóður er einmitt ættgengur, er aðeins mjög áberandi hjá þessum syni mín- um. Þriðji sonur minn er einnig fríður sýnum, en þó þann veg sem mér gezt lítt að. Það er einhver yfirlætislegur glæsileiki. Hann hefur viprur um munninn, dreymandi augu, höfuð, sem nýtur sín aðeins við skrautlegt baksvið, tilgerðarlegan fótaburð, þaninn brjóstkassa og hendur, er hef jast léttilega en lyppast óðar aftur niður. Og þar að auki skortir raddhljóm- inn fyllingu; hann blekkir sem snöggvast svo að menn leggja við eyru, en verður hljóm- laus áður varir. Enda þótt allt mæli með því að ég haldi þessum syni mínum fram, er mér þó kærast að sem minnst beri á honum. Sjálf- ur tranar hann sér ekki fram, ekki af því að dregur upp, eða hinum djörfu og öruggu tökum hans, þegar hann lýsir hinu leyndardómsfulla". Hinn ágæti enski þýðandi Kafka, gagnrýnandinn Edwin Muir, segir: „Enginn rithöfundur á okkar tímum, tímum Rilkes og Prousts, hefur jafn óbrigðul einkenni snillings og Kafka. Hann er algerlega heilsteyptur í list sinni, og öll iistbrögð, sem hann notar, svara nákvæmlega tilgangi sínum og því sem hann ætlar sér að segja.“ J. E. 8

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.