Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.07.1956, Blaðsíða 40
EINAR BRAGI: Vel á minnzt Birtingur hefur frá upphafi látið lítt að sér kveða í dægurþrasi þjóðmálanna, og þykir sum- um miður, öðrum vel. Þó hefur að sjálfsögðu ekki hjá því farið, að hann hlyti nokkurt ámæli fyrir vítaverðan stjórnmálaáhuga og jafn vítavert sinnu- leysi um slík efni, enda væri örðugra að skilja óbeit ritstjórnarinnar á leikreglum og röksnilld þjóðmálaskúmanna, ef slík móðursýki hefði alls ekki gert vart við sig. Stærsta dagblað landsins, sem lætur sér einkar annt um hverja menningar- lega viðleitni, var svo glöggskyggnt á skuggaleg- an tilgang Birtingsmanna strax við skeiðsbyrjun að það sá sér ekki fært að geta þess, þegar ritið hóf göngu sína. Hefur blaðið af aðdáunarverðri staðfestu rembzt við að þegja alla tíð síðan um útkomu Birtings, en rakið þeim mun rækilegar efni þeirra rita, sem einkum höfða til stöðva utan heilans. — Þá sagði mér skólapiltur einn að á síðastliðnum vetri hefði förumunkur úr Hvera- gerði komið í skólann til að kynna þar bókmenntir sem allir þekktu, eins og nú er mikil lenzka. Einn nemendanna fór þess á leit að lesin yrðu til til- breytingar íslenzk nútímaljóð, en bókmenntaráðu- nauturinn hafði ekki tekið neitt af því tæi með sér í leiðangurinn. Brá þá einhver velviljaður við og sótti Birting. En það var eins og að færa þeim gamla ritninguna: ráðunauturinn þrútnaði af vonzku og þeytti frá sér heftunum með þessum hógværu orðum: ég les ekki svona andskotans kommúnistarit! — Skömmu síðar rakst ég á vin minn á götu, gamalreyndan félaga, hvers andi hvílist enn í sælum Stalín, og hafði orð á því, að hann væri einn af fáum ærlegum mönnum hér- lendum sem láðzt hefði að gerast áskrifandi að Birtingi. „Ég hef ekki hugsað mér að gerast kaup- andi að riti, sem flytur tóma úrkynjaða auðvalds- list,“ sagði vinur minn heldur en ekki viðskota- illur. Kom hér enn á daginn að það er ekki heigl- um hent að fylgja þröngsýnum stjórnmálaþrefur- um eftir um völundargöng rökvísinnar, enda er listamönnum tamast að líta á atvinnupólitíkusa sem aumkunarvert slekti til einskis hlutar nýtilegt nema ef til vill sem skotmark. Myndun nýrrar ríkisstjómar á síðastliðnu sumri er þó viðburður sem teljast má umtalsverður, eink- um fyrir þá sök að hún hefur heitið að senda hinn erlenda her úr landinu. Standi hún við gefin loforð í því efni, mun orðstír hennar lengi uppi, hvernig sem fer um hin smærri málin. — Þótt stjórnskör- ungar vorir séu þekktari að öðru en prýða sig með ráðspekinni og ég fyrir mitt leyti telji riti eins og Birtingi betur hæfa að hirta stjórnarvöldin en hampa þeim, væri kannski ómaksins vert að minna landsstjórnina á orð Aristotihs, þau er hann mælti forðum til Alexandri: „Það vil eg þér fyrst ráða, að þú sért ráðvandur, að þú hafir jafnan hina við alla tilgerð, en það virðist annars sameiginlegt einkenni allra þeirra manna sem komizt hafa til mannvirðinga í Ráðstjórnarríkjunum. Hann spurði hvorki um Heklu né Geysi, bauð hvorki sígarettu né annað og virtist líta svo á að hvorugur væri gestur hins, báðir menningarlegir kaupmenn, ef svo má að orði kveða, að leita fyrir sér um við- skipti, báðir jafnréttháir, því að menningin fer ekki eftir höfðatölu, reyndi þó að taka mér fram í kurt- eisi og endurtók svo oft hve hann væri mér þakk- látur fyrir að vilja senda honum íslenzkt efni í rit hans að ég hætti loks að endurtaka þakklæti mitt fyrir að hann skyldi ætla að senda mér ráð- stjórnarbækur í staðinn, og varð sem sé undir í kurteisinni. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni að hafa fengið kost á að stofna til þessara tengsla milli tveggja tímarita, sem mjög eru fjarlæg hvort öðru land- fræðilega, en bæði hafa því hlutverki að gegna að kynna lesendum sínum hvað er að gerast í heimsbókmenntunum, án tillits til stjórnmálaskoð- ana eða neins annars en þess, hvað er list og hvað ekki list. J. Ó. 38

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.