Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 13
Hörður Ágústsson: BYGGINGARLIST Le Corbusier ■ Le Corbusier er höfundarnafn Charles Edouard Jeanneret, sem fæddur er í svissneska bænum Chaud-de-Fonds nærri frönsku landamærunum árið 1887. Hann stundaði ekki skólanám nema til 13 ára aldurs og hefur aldrei í háskóla komið né hlotið neina reglulega menntun í byggingarlist. (Það er því ekki furða þótt akademíkurum sé lítt um hann gefið, enda gengu þeir jafnvel svo langt að efna til samtaka til að koma í veg fyrir að Marseille-húsið hans glæsilega yrði reist). Hann er sem sagt sjálf- menntaður og mundi að líkindum ekki fá að skrifa undir teikningu hér í bæ, þó að við bæðum hann að koma sköpulagi á óskapnaðinn í kringum okkur. Átján ára gamall teiknaði hann og reisti fyrsta hús sitt í fæðingarbæ sínum „af mikilli alúð og með f jölda hjartnæmra smáatriða“, eins og hann hefur sjálfur komizt að orði. Þetta var á blómaskeiði Art nouveau-stílsins svonef nda. 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.