Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Birtingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Birtingur

						Bjarni Benediktsson frá Hofteigi:
FJÓRAR ATHUGASEMDIR
vegna  Réttar-greinar Brynjólfs  Bjarnason-
ar: Gelgjuskeið nýrra þjóðfélagshátta
Brynjólfur Bjarnason tekur sér fyrir hend-
ur í nýjum Rétti að réttlæta „íhlutun Sovét-
hersins í Ungverjalandi" í fyrrahaust. Jafn-
framt færist hann í fang að kenna fulltrúum
Sósíalistaflokksins í stjórn Alþýðubandalags-
ins pólitískar baráttuaðferðir. Þessi ritgerð
verðskuldaði ýtarlegt andsvar; hér koma að-
eins fáeinar athugasemdir.
1: Brynjólfur Bjarnason hefur heyrt „heið-
arlega menn" halda því fram, „að öll íhlutun
erlendra aðila sé andstæð meginreglum sósí-
alismans og beri því jafnan að fordæma hana.
Þetta leyfi ég mér að kalla bókstafstrú". Því-
næst tef lir hann bókstaf f ram gegn bókstaf s-
trúnni og tilfærir ummæli eftir Lenín: „Sósí-
alisminn er andvígur því að þjóðir séu beittar
ofbeldi .... Að undanteknum kristilegum
anarkistum og Tolstoysinnum hefur hinsveg-
ar enginn leitt af því þá ályktun að sósíal-
isminn sé andvígur byltingarsinnaðri íhlut-
un" (leturbr. Br. Bj.). Og íhlutun sovéthers-
ins í Ungverjalandi var vitaskuld byltingar-
sinnuð íhlutun. En íhlutun er meira en nafn-
ið tómt. Ihlutun er allt það, sem af henni
leiðir. 1 Ungverjalandi var hún t. d. víðtækar
fangelsanir og manndráp, auk þess sem af
henni hlauzt stórfelldur mannflótti úr land-
inu. Samkvæmt skilgreiningunni eru þá ekki
aðeins til byltingarsinnaðar fangelsanir, held-
ur og byltingarsinnuð manndráp; og vilji
menn vera sjálfum sér samkvæmir og leiða
hugsunina til lokaniðurstöðu, þá eru mann-
dráp misjafnlega æskileg. Afturhaldssinnuð
manndráp eru slæm, byltingarsinnuð mann-
dráp að minnsta kosti vel f rambærileg þegar
svo ber undir. Litlu síðar slær þó heldur í
bakseglin fyrir þessari kenningu Leníns, þeg-
ar Brynjólfur Bjarnason segir: „Rétt eins og
deilan standi um það hverjir séu með mann-
drápum og hverjir á móti!" 1 þessari setningu
slær hið góða hjarta mannsins ótruflað af bók-
staf og kreddu; hér segir hann persónulegan
hug sinn. En hin byltingarsinnaða íhlutun
tilvitnunarinnar er innantómt glamur, fölsk
termínólógía; þeir, sem enn í dag geta gripið
til slíkra skýringa, sýnast vissulega í mikilli
rökþröng staddir. Samskonar nauð rekur
Brynjólf Bjarnason til að kalla „mistök og
glöp" sovézkra valdhafa „vaxtarverki hins
nýja þjóðfélags", „þjáningarfulla" að vísu!
Sem sé: hin linnulausu morð og gagnmorð
ráðamanna í Sovétríkjunum voru vaxtarverk-
ir. Þetta eru pólitískar útskýringar, sem
segja sex. Réttarmorðið á Rajk hefur þá
væntanlega einnig verið vaxtarverkur. Dæmið
sýnir ljóslega, hve háskalega þeim mönnum
getur farið sem hugsa í formúlum.
En hefur þá orðið einihver bylting í Ung-
verjalandi eftir sigur sovéthersins í fyrra-
haust, eða tryggði sigur hans framhald bylt-
ingarþróunar sem þar hefði kannski farið
fram? Brynjólfur Bjarnason drepur í grein
sinni á nokkur þau „mistök", er forustuflokki
landsins, kommúnistaflokknum, höfðu orðið
á eftir styrjöldina. Mistökin voru meðal ann-
ars þau, að „forustumenn flokksins og ríkis-
31
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV