Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 3
ÁVARP TIL ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR Eins og alþjóð er kunnugt samþykkti Alþingi Islendinga hinn 28. marz 1956 ályktun um að endurskoðun herstöðvasamningsins frá 5. maí 1951 skyldi fara fram með það fyrir augum að bandaríski herinn færi úr landi. I þingkosningunum 24. júní 1956 veitti þjóðin þrem af þeim flokkum, er að samþykktinni stóðu, meirihlutavald á Alþingi til að framkvæma stefnu- yfirlýsingu sína. I júlímánuði 1956 mynduðu flokkar þessir ríkisstjórn þá, sem nú situr að völdum, og var í málefnasamningi stjórnarflokkanna heitið að fylgja fram áðurnefndri ályktun Alþingis. Á því hafa ekki orðið efndir enn. I desembermánuði 1956 tilkynnti ríkisstjórnin, að viðræðum við Bandaríkin um endurskoðun samnings hefði verið frestað. Síðan hefur ekkert gerzt í málinu svo vitað sé. Við undirrituð viljum ekki una þessari málsmeðferð. Við teljum ríkis- stjórnina og stuðningsflokka hennar bundin af ályktun Alþingis frá. 28. marz 1956, loforðum stjórnarflokkanna í seinustu þingkosningum og mál- efnasamningi þeim, sem stjórnarsamstarfið byggist á. Þess vegna krefj- umst við þess, að málið verði þegar í stað tekið upp af nýju, endurskoðun fari fram og herinn víki úr landi að lögskildum fresti liðnum. Við heitum á þjóðina að þreytast ekki, en sækja rétt sinn af einurð og festu. Við heitum á fólkið í landinu að rísa upp, maður við mann, og fylkja liði í þeirri baráttu fyrir brottför hersins, sem hafin er að frumkvæði íslenzkra rithöfunda. Unum engum málalokum öðrum en þeim: að þing og stjórn standi við heit sín og herinn fari. Anna Guðmundsdóttir, bókavörður Anna Sigurðardóttir, frú Árni Böðvarsson, cand mag. Ásgeir Karlsson, stud. mag. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari Auðunn Guðmundsson, stud. jur. Baldur Jónsson, stud. mag. Barbara Árnason, listmálari Benedikt Gunnarsson, listmálari Bjarni Benediktsson frá Hofteigi Björn Th. Björnsson, listfræðingur Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur Drífa Thoroddsen, frú Einar Bragi, skáld Einar Haukur Kristjánsson, stud. oecon. Einar Sigurðsson, stud. mag. Elías Mar, rithöfundur Emil R. Hjartarson, stud. med. Birtingur 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.