Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 32
sónu lófatak og lofgerðarrullu, þetta voru allt vandaðir listamenn og fágaðir sem unnu svo fallega saman og nutu sínbeztí samsöngn- um og það var hreinn Mozart sem við heyrð- um. Loks má nefna þær gleðifréttir úr tónlist- arlifinu að ný hlið hefur komið fram á hinum fjölbreytilegu hæfileikum útvarpsstjórans sem tilkynnti nýlega að útvarpið hefði stofn- að til samkeppni um sönglög við nokkur kvæði Jónasar Hallgrímssonar. I fréttaauka sagði hann frá dómnefnd sem skyldi dæma verkin, og taldi sjálfan sig fyrstan þeirra sem skipa þessa dómnefnd útvarpsins. Hann gat þess að fyrstu verðlaun fyrir lag við stutt ljóð væru 1500 krónur, það mun samsvara auka- tekjum ihans af dagskrárfé útvarpsins á ein- um vel heppnuðum sunnudegi (erindi til á- bætis sunnudagssteikinni: um menningarmál til meltingarörvunar krónur 1000,00 plús þátturinn Á bókamarkaðnum krónur 500,00, samtals krónur 1500.00). Það er ánægjulegt að vita að þarna er uppsiglandi tónlistarráðu- nautur sjálfs síns og er sami maður sagður hafa 30 þúsund krónur árlega fyrir að vera bókmenntaráðunautur útvarpsins, ráðleggja sjálfum sér um bókmenntir. Ennfremur er þessi maður formaður Þjóðleikhússráðs þar sem hann kvað sitja fyrir framsóknarflokk- inn, jafnframt mun honum vera greitt það kaup sem bókmenntaráðunauti er ætlað, auk þess er hann í leikritavalsnefnd hússins, ekki veit ég betur en öll þessi embætti séu launuð. Þessutan hefur maðurinn tíma og afgang af vitsmunum og starfsorku auk víðsýni til að vera fulltrúi sjálfstæðisflokksins í mennta- málaráði og bókmenntaráðunautur þess. Ég veit ekki um aðra menn sem hafi verið treyst til þess að vera opinberum stofnunum til ráðuneytis um bókmenntir. Fiskkerið forna! Froskur stekkur ofan í Plomp segir vatnið Furu-ike ya Kawazu tobi-komu Mizu no oto Basho (1644—1694) 26 Birtingur Teiknað og þýtt úr japönsku hefur Pierre Naert

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.