Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 40
lygnu, fjarri straumiðu sögunnar. Allt þetta rót hefur Guðmundur Böðvarsson lifað, og þess sér hvarvetna merki í ljóðum hans, en ólgan verður honum ekki ofurefli, hann megn- ar að beygja hana undir vilja sinn, knýja hana undir lögmál listarinnar, vegna þess að hann skilur hinn nýja tíma jafn djúpum skilningi og hið fastmótaða og svifaseina þjóðlíf forfeðranna. Hann heyrir grösin vaxa en skynjar jafnframt berbrestina úti í heimi. Hann gaumgæfir hvern blett í heimahögum, en það hindrar hann ekki í að leita til strand- ar, nema leyndardóma hafsins og innlima • skáldríki sitt fjarlæg lönd, eyðimerkurfláka og hitabeltiseyjar. Þessi víðfeðma heildarsýn er líftaugin í skáldskap Guðmundar Böðvarssonar. Æsku- fjörið, gróandinn, bera í sér vísi að elli og hrörnun. Líðandi stund er gripin tveim höndum, án þess að morgundeginum sé gleymt. Einnig í ljóðmyndunum mætast and- stæðurnar og renna saman í æðri einmgu, þ'ar birtist „örsmátt blað af eldsins stóru rós“. Skáldið er nátengt borgfirzkri náttúru, ekki þó svo mjög því sem stórt er í sniðum og gnæfir yfir mannlífið, heldur því smáa, sem lætur lítið yfir sér og maðurinn fær misræmislaust mælt sig við. Kjarrteigur, heiðalækur, rofbakki, hóll eða steinn greip- ast svo djúpt í hugann að upp af skynjun- inni sprettur ómengaður skáldskapur: „.. hljóður er mosinn og tjörnin slettir í góm“. Hversdagsstörfin verða uppistaða mikilla kvæða. Ljár er hvattur í varpa, járn lúð í smiðju; af þessum alvanalegu athöfnum spretta í ríkum huga Guðmundar Böðvars- sonar fágæt listaverk, við steðja sinn og hverfistein sér hann of heima alla. Skáldskapur síðari bókanna spennir yfir víðara svið en hinna fyrri, ljóðrænan ríkir þar ekki einvöld, heldur eru í för með henni kímni, háð og ádeila, bitur og markviss eins og til dæmis „Liðsinni vort“. Segja má að ýmis ljóðin hefðu grætt á meiri hnitmiðun, vera kann að þau gjaldi þar sköpunarskilyrða. En vissulega má lengi deila um, hve vandlega beri að fela alla enda í jafn margslungnum ljóðvef sem þessum. Guðmundur Böðvarsson er enn á bezta aldri, svo að margs góðs má enn frá hon- um vænta. Engar kröfur verða þó með réttu fram bornar á hendur honum. Kvæðasafn hans svíkur engan. 1 það hefur fágætlega heill maður lagt alúð sína. Magnús T. Ólafsson. FJÖGUR AUGU FRIÐJÓNS STEFÁNSSONAR Friðjón Stefánsson: Fjögur augu. Heimskringla — 1957. Ég las þessar nýju sögur Friðjóns þegar að kvöldi útkomudagsins, en ekki með hug- arfari ritdómarans, vissi ekki þá að í minn hlut kæmi að skrifa um bókina. Skyndidóm- ur minn var þessi: Ágætis skemmtilestur, engar truflandi smekkleysur, að minnsta kosti þrjár sögur verulega snjallar. Nú skulum við fletta bókinni að nýju. Bezt lukkuðu skemmtisögurnar eru Marzbúinn og Síðasta tromp, en Heimspekingurinn og 34 Birtingnr

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.