Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.12.1957, Blaðsíða 41
skáldið er misheppnuð, bæði sem fyndni og ádéila. I Hildigunni er dramatísk sálskyggni, missir þó marks í lokin, en sú saga hefur sína góðu kosti. í sama flokki nefni ég vel gerða sögu, tragíkómíska, sem heitir Blóm. Yfir landamærin er líka þokkaleg saga. Sinu- strá og Samtíðaráhrif eru af sama toga spunnar og síðastnefndu sögurnar tvær. Þær eru allar um „olnbogabörn þjóðfé- lagsins", eins og svo hjartnæmlega er oft að orði komizt. Efnið er útþvælt, ádeilan ekki sterk, en myndirnar nokkuð skýrar og athyglisverðar. Gaman að lesa þessar sögur, víða komizt vel að orði, en listaverk eru þetta ekki. Erfingjar landsins er ótrúlegasta saga bókarinnar. Sonur er mér fæddur cr riss í nýtízkulegum hugrunustíl, sama máli gegnir um lokasöguna Sólargeisla í myrkri. Þær auka ekki hróður höfundar síns. Þá er mál að víkja að þeim sögum bókar- innar, sem hinir kröfuhörðu mega láta sér vel líka. Fjögur augu er sú þeirra, sem hnit- miðuðust er, þar kýs maður hvergi línu að hagga. Þetta er ógleymanleg mynd. Sama máli gegnir um Sumarmorgun, örlagasaga, sterk í einfaldleik sínum, vinnubrögð góð- skáldi samboðin. Og 1 húsi líkkistusmiðsins stendur að minnsta kosti jafnfætis öllum verðlaunasögum, sem ég man eftir í svipinn, ekki alveg gallalaus fremur en þær, en að flestu leyti prýðilega gerð, efnið líka nær- stætt og flestum hugleikið. Þetta er þriðja smásagnabók Friðjóns á tæpum tólf árum. Úr þeim öllum mætti þegar velja nokkrar úrvalssögur, og ef hann heldur áfram sem bezt horfir, mætti á fimmtugsaf- mælinu hans setja saman bók, sem lengi myndi uppi , _r.. Jon ur Vor. ALLRA VEÐRA VON Jóhannes Helgi: Allra veðra von — sex sögur. Setberg. Reykjavík 1957. Islendingar eru miklir sagnamenn í dag, enda stendur frásagnarlist þeirra á gömlum merg. En það er ekki vandalaust að segja Is- lendingum sögu og komast skammlaust frá því. Sagnhefðin er strangur mælikvarði, sníð- ur þröngan stakk. Þær sex sögur, sem eru í bók Jóhannesar Helga, eru allmisjafnar að gæðum. Það er nokkur galli á litlu sagnasafni, því lesandinn freistast til að halda, að höfundurinn hafi hlaupið á sig, ekki hugsað ráð sitt nógu vel, farið of snemma til útgefendanna. Það er skylda þeirra, er segja sögur, að láta ekki frá sér fara nema það allra bezta, sem þeir eiga. Yfir hinu eiga þeir að þegja. Sögum þessum má skipta í þrjá flokka eft- ir efnismeðferð: fyrsti flokkurinn er óper- sónulegar frásagnir, annar sögur, þriðji ævin- týri. I fyrsta flokknum eru „Stormur" og „Blóð í morgunsárinu.“ Vafasamt er að þess- ar frásagnir eigi heima í sagnasafni (enda tekur höfundurinn fram í formála, að hann líti svipuðum augum og ég á síðarnefndu frásöguna). Söguþráður þeirra er óljós, að- allega vegna stóryrðanna í lýsingum á nátt- úruhamförum, og persónur hverfa í þoku og skugga af líkum ástæðum, verða aukaatriði. Þetta tvennt, ljós söguþráður og skýrar per- sónur, er þó nauðsynlegt hverri sögu. Orðin má spara, einkanlega þó í smásögum. I öðr- um flokknum eru „Nikolja“, „Róa sjómenn" og „Svarti sauðurinn.“ Sagan „Róa sjómenn“ Birtingur 35

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.