Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 48
Thor Vilhjálmsson: A propos, diter rot Ekki vil ég letja lesendur þess að kynna sér hina mikilsverðu greinar- gerð sem fer hér á undan eftir herra prentstafauppsetningarmeistara Diterot sem er svo hæverskur að forðast öll tengsl við heimspekinginn franska með líku nafni og skrifar sig diter rot. Þar fer fram einhvers- konar sjálfsafgreiðsluprósess. Kannski er óþarft að ég komi þar frekar við sögu. Þarna eru kenningarnar komnar á borðið, gjörið svo vel, hér er teórían og framkvæmdin liggur líka fyrir í því Birtingshefti sem um er rætt. Ef menn vilja frekar kynnast afrekum þessa uppáfinningamanns má benda á Ijóðrenning eftir Einar Braga og diter rot í sameiningu sem kom út í fyrravetur um það bil metri á lengd, prentað báðum megin, Ijóðið með stórum rauðum stöfum yzt hægra megin, ljóðlínur ójafnar vinstra megin en jafnar við pappírsjaðarinn, við vandlega skoðun má greina nafn þess: í hökli úr snjó, og nokkru neðar: Ijóð eftir einar braga. Blaðið er mestanpart autt og hvítt hvort sem það mun eiga að tákna birtu samkvæmt kenningum herra diter rot þar sem hann talar um fyrir- sagnir — eða snjó sem hefur öðlast optískt líf með því að þrykkja á renninginn með blóði, hvaðan sem sú blóðgjöf hefur komið. Síðara dæmið er mun aðgengilegra heldur en Birtingsheftið. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sjónarmiði sem herra diter rot setur fram að það sé engu ólíklegra að bókmenntirnar eigi að þjóna prentlist- inni heldur en prentlistin bókmenntunum. Hið optíska líf er allt. Efni skiptir öngu máli. Það er óþarft að læra að lesa. Það er bara gamaldags. Við menn hins nýja tíma munum sigra. Þá munu bækur vera festar upp á vegg og ef hið optíska líf einnar síðu full- nægir ekki má koma fyrir rafmagnsrellu sitt hvoru megin og láta þær fletta á víxl og skapa með því optískt nirvana. Meðan menn hafa ekki losað sig undan fargi meiningarinnar til fulls kunna ýmsir að eiga við vanda að stríða sem taka ekki skrefið til fulls samkvæmt kröfum hins optíska pietisma. Kannski fer illa á því optiskt á einhverjum stað að skrifa og, þá skipar kannski prentmeistarinn höf- undinum að hafa í staðinn uss eða til dæmis orðið brambrambúl. Dæmi: Litla-Gunna brambrambúl Litli-Jón. Á einhverju þróunarstigi verður spurt um hinar optísku kipphræringar lífsins frá einu sem-i til annars. En það verður ekki lengi. Optík mun sigra. Það verður þáttur í uppeldi þeirra listamanna sem erfa jörðina að læra að skipa á flötinn og sigrast á öllum þeim hindrunum sem hljótast af 46 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.