Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 87

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 87
EINAR BRAGI: AF SKORNUM SKAMMTI „Enn vil ég sál mín upp á ný .. Þegar seinasta bók Laxness kom út, áttu blaðamenn fund með skáldinu og spurðu meðal annars, hvers vegna hann skrifaði jafn sjaldan í íslenzk blöð og tímarit og raun er á í seinni tíð. Um tímaritin sagði hann þá, að því er Vísir hermir: „Svo eru tímaritin. Skírni er ekki hægt að skrifa í, hann kemur aðeins út einu sinni á ári. Það væri þá helzt Birtingur, hann er gott tímarit, en hann er eins og þessi púra-kúltúr tímarit, hann lifnar og deyr til skiptis." Sízt skal því neitað, að erfitt sé að halda lífi í riti eins og Birtingi, sem nýtur ekki ríkis- styrks eins og Andvari, nennir ekki að dekra við lélegan smekk sér til lýðhylli, vill ekki þjóna undir pólitíska fursta sér til framdráttar eins og Tímarit Máls og menningar eða Fé- lagsbréf AB. En athugum Jró orð skáldsins ofurlítið nánar. í febrúarmánuði 1955 kom fyrsta hefti Birtings út, og þegar þetta er ritað réttum 11 árum síðar, er fyrri helmingur tólfta árgangs að renna í gegnum pressuna. Þegar öll kurl koma til grafar, verður því ekki annað sagt en Birtingur hafi staðið sæmilega í ístaðinu — og meira en það, ef allra aðstæðna er gætt. 'i’il samanburðar má geta þess, að Skírnir 1964 kom út fyrir skömmu og árgangurinn frá í fyrra ekki væntanlegur fyrr en að missiri liðnu, ef að vanda lætur. Af Andvara hafa seinustu árin komið út 1—2 hefti í stað þriggja, ævinlega eftir dúk og disk og efnið eins og uppþornað baðtóbak, sem lengi hefur verið geymt í skorpnum nautsiðrum úti á skemmulofti. Hitt er svo rétt eins og kóróna rangsleitninnar, að Birtingur einn þessara rita skuli jrurfa að berjast sem ljón fyrir af- komu sinni, því eðlilegast væri auðvitað, að ríkisforlagið bæði ritstjórn Birtings að verja honum til lífsuppeldis jjeim fúlgum, sem sóað er í að koma Andvana í gröfina, og prófessor Einar Ólafur hefði náttúrlega átt að biðja okkur fyrir löngu að taka við áskrifendum Skírnis og sjá þeim fyrir svo líbblegu efni sem þolinmóðir félagar Hins íslenzka Bókmennta- félags eiga heimtingu á fyrir árgjaldið sitt. En jró að ekki Jrurfi um að deila, að Jretta væru bæði sanngjarnar gjörðir og skynsamlegar, væntir Birtingur ekki slíkra kraftaverka, en leggur reifur í nýja ársför treystandi á mátt sinn og megin eins og jafnan áður. Hvert fara peningar almenningsbókasafnanna? Annars mætti íslendingum vera nokkurt metnaðarmál að efla Birting til dáða, Jjví að hann er ekki aðeins eina frjálsa tímaritið hér- lendis, sem sinnir að marki myndlist, bygging- arlist, tónlist, leiklist auk bókmennta, heldur BIRTINGUR 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.