Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 26
JÓN ÚR VÖR: BIÐIN Þegar ég he£ lokiS störfum hvern dag held ég áfram að bíða. Ég stend á verði við hús mitt og alltaf á ég von á þessuin þráða sendiboða með þetta eina orð að sál mín öðlist frið. Ég horfi á snjóinn falla við dyr mínar um vetur og grasið grænka á sumur og tréð vaxa. Ég finn goluna leika um hár mitt úr annarri átt í dag en í gær og tíðina breytast. Ég varpa fram spaugi við póstinn, eins og mér komi það ekki á Óvart, að einnig þessi dagur sé kominn að kveldi. Enginn má sjá hvernig vonbrigðin leggja hrím sitt á axlir mínar hverja stund, en spegillinn í ganginum telur hrukkur mínar og hárin mín gráu. Hendur mínar sem greinar trésins um vetur.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.