Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 21
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: AF MINNISBLÖÐUM MÁLARA Logn, bláspeglun í fægðum fleti sjávar, ljós. Veðurhjúpi landsins hefur skyndilega verið svipt burt, hjúpi, sem annars er sífellt á iði líkt og kjölfarsalda, horfinn og landið nakið í septemberljósi og þú hugsar: ef til vill gæti því orðið kalt, og þú hugsar ennfremur: ham- ingjunni sé lof, það er baðað sólskini og nýtur lognylsins eins og ég. Sjórinn er lygn og ljós, ívið ljósari en landið, sem er Ijósara en him- inninn, himinn, sem seinna verður grænn, síðan gulur, loks eldur: log á himni í hafi, en landið, fellin, bergspöngin, sem ber á milli, Barðaströndin, óeldfim og köld. Skömmu áður en ekið er um hlað á Staðar- felli á Meðalfellsströnd, má líta á vinstri hlið, næstum niðri við sjó gamalt aflóga torfhús, sem víða má sjá dæmi um hér á landi. Frá veginum séð vekur það enga sérstaka eftir- tekt, en við frekari athugun, einkum ef geng- ið er niður fyrir það, sést að umbúningur stafnþils er íburðarmeiri en talizt getur vana- legt um úthýsi. Myndarlega tilreitt dyra- skreyti bendir til, að hús þetta eða hlutar þess rnegi muna sinn fífil fegri. Sé gengið inn má sjá á moldargólfinu leifar af hurð, sem eitt sinn hefur fallið í dyragættir hér. Húsið gæti af byggingarlagi að dæma verið gömul skemma, en stendur of fjarri bæjarhúsum til þess að bera nafnið með réttu, enda kemur á daginn, að það er gamalt sjóhús, byggt upp úr Staðarfellskirkju næstu á undan þeirra, er nú stendur. Dr. Kristján Eldjárn, Jrjóðminja- vörður hefur eftir Björgu Magnúsdóttur Friðrikssonar frá Staðarfelli, að sjóhúsið sé byggt upp úr kirkjunni gömlu um 1892. Helzt er hún á því, að framþilið hafi verið flutt að mestu heilt, en veit það ekki fyrir víst. Húsið var, segir hún, afþiljað og vandað og loft yfir því innanverðu. Það var mest notað sem sjóhús, því að þarna var t. d. mikil sel- veiði, og oft var gert að sel í og við húsið, og þar stóðu lýsistunnur. Uppi á loftinu var svo sitthvað annað geymt. Björg man eftir stór- um lykli í skránni, kirkjulyklinum. Sá sem sjóhúsið lét reisa var Hallgrímur Jónsson bóndi á Staðarfelli. Hvað um kirkjuna, sem sjóskemma þessi er byggð upp úr? Hún er fullsmíðuð 1802. Sá sem kostar til hennar er Bogi Benediktsson eldri í Hrappsey, en hann er eigandi Staðar- fells í þann tíma og kirkjan bændaeign. Um nafn smiðsins er ekki getið. Undirbúningur að smíðinni hefur staðið í 4 ár eða eins og segir í prófasts vísitazíu Dalasýslu 2. ágúst 1798: „proprietarius hefur nú allareiðu að- dregið nauðsynlega viðu til hennar byggingar og ætlar að láta hana framkvæmast það fyrsta honum verður mögulegt“. Fullsmíðuð er kirkjan 12,5 m á lengd og 6,27 m á breidd. birtingur 19

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.