Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 9

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 9
JÓLIN 1989. 9 Óskar Jónsson Tildrög að stofnun Lúðrasveitar Neskaupstaðar og tónlistarskóla í Neskaupstað Árið 1953 réðist Höskuldur Stefánsson skrifstofunraður til Dráttarbrautarinnar hf. í Nes- kaupstað. Höskuldur var þá út- skrifaður frá Samvinnuskólan- um og hafði auk þess lært á hljóðfæri syðra. Skrifstofumað- urinn ungi lék á píanó, harmón- ikku og básúnu og hafði nokkra reynslu af að leika með dans- hljómsveitum. Á meðal þeirra manna sem Höskuldur hafði spilað með í hljómsveitum var Haraldur Guðmundsson, en Haraldur var þá vel þekktur tónlistarmaður og hafði m. a. stjórnað Mandólínhljómsveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins. Norðfirðingar voru að vonum ánægðir með að fá jafn hæfan tónlistarmann og Höskuld til bæjarins, en reyndar er Hösk- uldur borinn og barnfæddur Norðfirðingur. Sem dæmi um hve Höskuldur var í miklum metum á meðal tónlistarmanna syðra má nefna að skömmu eftir að hann hóf störf hjá Dráttar- brautinni hringdi Svavar Gests í hann og bauð honum að taka sæti í hljómsveit sinni sem þá var í burðarliðnum. Höskuldur tjáði Svavari að hann væri ný- búinn að ráða sig í fast starf á heimaslóðum og gæti ekki þekkst boðið. Á þessum tíma var Ingvar Bjarnason prentari hjá Nes- prenti. Hann átti trompet og var hinn þokkalegasti blásari enda hafði hann leikið í lúðrasveit- inni Svaninum í Reykjavík. Hjá Ingvari vaknaði áhugi fyrir því að koma á fót lúðrasveit í bæn- um og fékk hann menn til liðs við sig til að vinna að framgangi málsins. Þegar var hafist handa við að safna saman gömlum hljóðfærum sem til voru á Aust- urlandi og eins voru tvær úr sér gengnar túbur keyptar í Þýska- landi og fluttar til Neskaupstað- ar með togara. Öll þessi hljóð- færi voru í mjög slæmu ástandi og víða á þeim rifur og göt. Sig- urður Jensson bakarameistari og mikill áhugamaður um tón- list sat marga daga með lóðbolta og lagfærði hljóðfærasafnið þannig að flestir lúðrarnir voru sæmilega vindheldir að viðgerð lokinni. Sigurður varð síðar heiðursfélagi Lúðrasveitar Neskaupstaðar og þegar hann var jarðsunginn frá Norðfjarð- arkirkju lék sveitin við athöfn- ina, en það var í eina skiptið sem sveitin öll lék við slíka athöfn. Þegar hljóðfærin voru komin í notkunarhæft ástand hóf Ingvar Bjarnason að kenna á þau. Jafnframt unnu hann og Jón Lundberg að formlegri stofnun félagsskapar um lúðra- sveit. Stofnfundur Lúðrasveitar Neskaupstaðar var síðan hald- inn í Gúttó sunnudaginn 7. febrúar 1954. Eftirtaldir munu hafa komið til fundarins: Ingvar Bjarnason, Jón Lundberg, Höskuldur Stefánsson, Birgir D. Sveinsson, Baldvin Þor- steinsson, Karl Pálsson, Gísli S. Gíslason og Jón Sigurðsson. í fyrstu stjórn sveitarinnar voru eftirtaldir kjörnir: Ingvar Bjarnason formaður, Höskuld- ur Stefánsson gjaldkeri og Baldvin Þorsteinsson ritari. Þegar var hafist handa við æfingar af miklum krafti og var Höskuldur Stefánsson fyrsti stjórnandi. I upphafi var æft í hinni svokölluðu rauðu stofu í Gúttó. Fljótlega bættist í hópinn og þegar sveitin kom fyrst fram op- inberlega var hún skipuð 11 mönnum. Það voru einungis þrír mánuðir liðnir frá stofnun sveitarinnar þegar bæjarbúar fengu fyrst að hlýða á leik hennar, en það var 15. maí 1954 þegar haldið var upp á 25 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Nú þegar lúðrasveitin var komin nokkuð á legg vaknaði mikill áhugi fyrir að fá Harald Guðmundsson austur til að segja mönnum til við blásturinn. Þetta tókst fyrst og fremst fyrir tilstilli Höskuldar, en eins og fyrr segir voru þeir kunningjar frá fyrri tíð. Haraldur dvaldi í nokkra daga í Neskaupstað og kenndi hann hverjum og einum í sveitinni auk þess að stjórna æfingum. Þegar Haraldur var farinn kviknaði sú hugmynd að vert væri að reyna að fá hann til að flytja til bæjarins. Hélt Óskar Jónsson á fund Bjarna Þórðar- sonar bæjarstjóra og greindi honum frá þessarri hugmynd lúðrasveitarfélaga. Bjarni tók Óskari vel og sagði honum að nú vantaði prentara í Nesprent og tilvalið væri að bjóða Haraldi prentsmiöjuna, en Haraldur var einmitt lærður setjari. Fljótlega hélt Óskar suður til Reykjavík- ur og heimsótti þá Harald sem bjó í Nökkvavogi 15. Eftir nokkrar umræður tók Haraldur Lúðrasveit Neskaupstaðar í fyrsta sinn sem hún kom opinberlega frarn á bœjarafmœlinu 1954. Taliðfrá vinstri: Höskuldur Stefánsson Ingvar Bjarnason prentari, fyrsti stjórnandi, Jón Lundberg, Jón Karlsson, Lárus Sveinsson, Geir formaður Lúðrasveitar Nes- B.Jónsson, Karl Pálsson, Jón Sigurðsson, Gísli S. Gíslason, Frið- kaupstaðar. rik Sigurðsson, Ottó Sigurðsson og Kristján Lundberg. þá ákvörðun að flytjast búferl- um austur með fjölskyldu sína, en Óskar sá um að útvega Har- aldi íbúð í Neskaupstað og var hún að Þiljuvöllum 29. Þann 3. mars árið 1955 kom Haraldur og fjölskylda hans til Neskaupstaðar. Tók hann þá þegar við stjórn lúðrasveitarinn- ar og rekstri prentsmiðjunnar. Haraldur stjórnaði sveitinni æ síðan og má segja að hún hafi starfað með miklum blóma allt til ársins 1969. Ferðaðist £> Lúðrablástur á 25 ára afmœli Neskaupstaðar 1954. Tónleikaskrá frá árinu 1955.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.