Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 5
•segir forsetafrúin, „bæði til að njóta út-
sýnisins og fylgjast með fuglalífinu. Hef
ég ekki hvað sízt glaðzt af þeim marg-
breytileik, sem sjórinn býr yfir. Hann er
síkvikur og oftast fagur.“ Þarna í blóma-
skálanum er fyrir komið margs konar
blómum og inn á milli þeirra smámynd-
um úr postulíni. Blómin eru í tveimur
hlöðnum þróm, en klætt yfir pottana með
mosa, svo að allt sýnist samfelld gróður-
breiða.
Móttökusalurinn snýr mót suðaustri.
Þar er fyrir stafni stórt málverk af Snæ-
fellsjökli og seglskip á hafinu framundan.
Undir málverkinu er stórt rókokkóborð,
slagharpa í horni og bekkir og stólar með
veggjum, en ábreiða af Austurlandagerð
á gólfinu. Úr salnum má ganga út á tón-
ið, en því hallar niður að Lambhúsatjörn.
Trjárækt er hafin í skjóli undir brekku
við tjörnina.
Inn af móttökusal er smáherbergi og
til hliðar við dagstofu er borðstofa, sem
tekur mest 28 manns í sæti. Húsgögn eru
þar úr dökkum viði, sem sjá má á mynd-
inni af hinu dúkaða veizluborði. Inn af
dagstofu er svo eldhús og geymslur.
Hverfum nú aftur fram í skálann og
göngum upp eikarstigann, sem liggur upp
á loftið. Þá komum við fyrst í dyraloftið,
sem myndast af kvistinum yfir anddyr-
inu, en svalir eru ofan á anddyri. Þarna
hangir á vegg teppið, sem Þórdís Egils-
dóttir frá Isafirði gerði á mynd af ís-
lenzkri baðstofu.
„Hérna í dyraloftinu er minn aðal dval-
arstaður,“ segir forsetafrúin. ,,Hér er út-
varp og hér sit ég með handavinnu mína,
þó að vefstóllinn rúmist að vísu ekki
hérna. Nú er ég að byrja að sauma vegg-
teppi.“ Og hún breiðir úr stóru, brúnu
klæði, þar sem litimir eru að byrja að
Búið veizluborð á Bessastöðum. Ráðskona og frammistöðustúlkur
HÚSFREYJAN
5