Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hśsfreyjan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hśsfreyjan

						Margrét Jónsdóttir:
a^iwMSíí^iw
„Kvenfélagið ætlar að halda danssam-
komu í þinghúsinu I Holti laugardaginn
fyrstan í þorra".
Kaupstaðarbúar, sem sækja kvik-
myndahús, leikhús og alls konar skemmt-
anir kvöld eftir kvöld, geta tæplega gert
sér í hugarlund, hvílíkan fögnuð svona
skemmtanarboð gat vakið í afskekktri
sveit fyrir nokkrum áratugum.
— Hefurðu heyrt það? Nú á að verða
skemmtun hjá kvenfélaginu annan laug-
ardag. Hlakkarðu ekki til? Hvernig á ég
að verða búin? Skyldu systurnar á Hóli
verða þar? Bara að veðrið verði nú gott.
Hver ætli að spili á harmonikuna? Lík-
lega verður það Runólfur í Hlíð.
Þannig var skrafað og spurt á hverjum
bæ sveitarinnar dag eftir dag. Unga fólk-
ið talaði og hugsaði varla um annað en
þessa fyrirhuguðu skemmtisamkomu.
Auðvitað voru það fötin, sem mestum á-
hyggjum ollu hjá kvenþjóðinni, og mest
var um þau talað, og svo hitt, hverjir
mundu koma.
Það var vonað og beðið á víxl bæði
hátt og í hljóði. Þannig liðu dagarnir
smátt og smátt, og alltaf færðist hin lang-
þráða stund nær og nær.
Á bóndadaginn var bjart í lofti og
bezta veður. Snjór var á jörðu og færð
ekki upp á það bezta. Margir vonuðu að
hreinviðrið héldist til næsta dags. Reynd-
in varð að vísu önnur, því að á laugar-
dagsmorgun var frostlaust og þykkt loft,
og bjuggust veðurglöggir menn við hláku
eða snjókomu upp úr hádeginu.
Konurnar létu þetta samt ekki á sig fá.
Þær bjuggu allt undir samkomuna í óða
önn. Og unga fólkið beið rökkursins með
8
óþreyju, þegar mál væri komið að tygja
sig og halda af stað.
Björg á Einarsstöðum stóð í bæjardyr-
um sínum og leit til veðurs. Hún stundi
þungan og ósjálfrátt strauk hún hendinni
um augun. Það var farið að skyggja og
komin dálítil snjódrífa, en veðrið var milt
og gott. Innan úr bænum heyrðist fóta-
tak. Sigga mágkona hennar stóð í dyrun-
um, ferðbúin.
Hún kvaddi Björgu með kossi.
—  Vertu sæl, Sigga mín, sagði Björg
— og skemmtu þér vel. En það var eins
og undarlegt tómahljóð í röddinni, líkast
því, að hún kæmi langt að.
—  Vertu blessuð, sagði Sigga. — Ég
vona að þetta fari nú allt saman vel. .Og
svo var hún á svipstundu horfin út úr
bæjardyrunum.
Björg stóð kyrr eitt andartak og horfði
á eftir henni, en myrkrið og snjómuggan
fólu hana fljótlega, og Björg hraðaði sér
inn í bæinn.
Hjónin á Einarsstöðum voru fátæk.
Þau voru fátæk af öllu nema blessuðum
börnunum. Níu börn höfðu þau eignast
á tæpum tólf árum. Það var yfrið nóg.
Mátti heita gott, ef hægt var að gef a þeim
nægilegt að borða, um annað var ekki
hægt að hugsa. Þau urðu að vera óhrein
og illa til fara, oft og einatt í rifnum föt-
um og götóttum sokkum með varpslitna
skóna. Það gerði ekki svo mikið til. Börn
í sveitum lifa að nokkru leyti á loftinu
og útivistinni. Þau alast upp á túninu og
í móunum eins og lömbin og grösin.
Gestir, sem komu að Einarsstöðum töl-
uðu reyndar stundum um útganginn á
krökkunum.   En  það   fannst  öllum  ekki
HÚSFREYJAN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48