Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hśsfreyjan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hśsfreyjan

						Orlofsdvölin að Varmalandi

Orlofsvika fyrir húsmæður í Mýra- og Borg-

arfjarðarsýslu, á vegum orlofsnefnda fyrir Akra-

nes, Borgarnes og sveitirnar, auk mæðrastyrks-

nefndar Akraness, var haldin í barnaskólanum

að Varmalandi dagana 19.—26. júní 1962. Tóku

þátt í henni 27 konur, 5 úr Borgarnesi, 10 frá

Akranesi og 10 úr sveitunum. Heldur var kalt

í veðri þessa daga, eins og oft á þessu vori, en

inni var hlýtt og vistlegt, þó voru tveir sól-

bjartir indælir dagar og nutu konur þá veður-

blíðunnar með því að sitja úti í brekkunni skrúð-

grænni fyrir ofan skólann, liggja í sólbaði eða

fara í gönguferðir um nágrennið. Konurnar voru

á aldrinum frá 30 ára til 82 ára og því all sund-

urleitur hópur, en það kom ekki að sök. Ánægja

ríkti yfirleitt með tilhögun og viðurgjörning,

enda allt í bezta lagi. Virtust þátttakendur njóta

vel hvíldarinnar, lausar við amstur og áhyggjur

hversdagsh'fsins, og kunna vel að meta þá til-

breytingu, sem þarna stóð til boða, enda hver

dagur eins og hátíð. Útisundlaug, sem þarna er,

var talsvert notuð og steypiböð í kjallara skóla-

hússins þó enn meira, enda ómetanleg hressing

fyrir líkama og sál.

Ingveldur Guðjónsdóttir, formaður orlofs-

nefndar í sveitum, var þarna fyrstu þrjá dagana

og svo aftur síðustu tvo dagana og sá um aðstoð

við konurnar og umsjón alla með frábærri fórn-

fýsi og lipurð. Sömuleiðis var Eyvör Eyjólfsdóttir

formaður mæðrastyrksnefndar é Akranesi, síð-

ustu fjóra daga orlofsins og gegndi sama hlut-

verki með prýði. Skólastjóri barnaskólans, Ólaf-

ur Ingvarsson, var svo vinsamlegur að lána kon-

unum bækur úr bókasafni Stafholtstungna, sem

þarna er til húsa. Sömuleiðis sýndi hann skugga-

myndir frá Ameríkuför sinni og ýmsar fleiri,

eitt kvöld, og var gerður að því góður rómur.

Ráðskona var Elísabet Jónsdóttir og rækti

hún það hlutverk með sérlegri alúð og kost-

gæfni  ásamt  aðstoðarstúlku  sinni,  Sigrúnu

Kristjánsdóttur. Skemmtanir voru þarna í þrjú

kvöld og sáu konur úr orlofsnefndum um

skemmtiatriði til skiftis, eitt kvöld hver nefnd.

Auk þess var á miðvikudagskvöldið, þ. 20. júní

smá-leikþáttur leikinn af þeim Sigurbjörgu Sig-

urðardóttur, Króki og Guðrúnu Jónasdóttur

Akranesi, getraunaþáttur, upplestur og smáveg-

is annað til skemmtunar undir umsjá Ingveldar

Guðjónsdóttur. Spilað var á spil, setið með

handavinnu, hlustað á útvarp og sitthvað annað

um hönd haft til dægradvalar. Guðrún Arna-

dóttir, formaður orlofsnefndar Borgarness, kom

tvisvar í heimsókn meðan Ingveldur var fjarver-

andi og dvaldi um stund til umsjónar og að-

stoðar.

Fimmtudagskvöldið 21. júní var spiluð félags-

vist á vegum orlofsnefndar Borgarness. Stjórn-

endur voru Guðrún Árnadóttir og Margrét

GísJadóttir. Verðlaun hlutu þessar konur:

1. verðlaun: Sigurbjörg Sigurðardóttir og Guð-

rún Jónasdóttir, þær sömu sem skemmtu með

leikþætti kvöldið áður, og þótti það einkennileg

tilviljun og vel til fallið. 2. verðlaun hlutu Anna

Jónsdóttir, Akranesi og Ragnheiður Ólafsdóttir,

Borgarnesi. Sunnudagskvöldið 24. júní var

kvöldvaka á vegum orlofsnefndar Borgarness,

og orlofs- og mæðrastyrksnefndar Akraness. Til

skemmtunar var þetta: Freyja Bjarnadóttir,

Borgarnesi og Jakobína Hallsdóttir, sama stað,

léku smá-leikþátt, Eygló Gamalíelsdóttir, Akra-

nesi las upp kvæði, Herdís Ólafsdóttir las upp

sögu, þá léku þær Herdís Ólafsdóttir og Ásgerð-

ur Gísladóttir, Akranesi, smé-leikþátt: kvenrétt-

indakonu frá Grænlandi, dverg, sem hélt fyrir-

lestur um áhugamál sín. Ennfremur sýndi Ás-

gerður ágætar skuggamyndir frá ýmsum fögrum

stöðum hér á landi. Sigríður Sigurðardóttir

Akranesi stjórnaði almennum söng, lék á orgel

og söng milli skemmtiatriða.

Spurningaþáttur,  Já  eða  Nei,  var  á  vegum

af sér, að tennurnar og tannholdið fá

ekki það álag, sem nauðsynlegt og eðli-

legt er. Tennurnar verða óhreinar og

tannholdið bólgið. Tennurnar losna jafn-

vel og detta úr vegna notkunarleysis.

Auk þess verður meltingin öll erfiðari

og ófullkomnari.

Þeim tíma væri ekki illa varið, sem

notaður væri í að kenna börnum í

barnaskólum að tyggja fæðuna, því að

30

ástandið er sízt betra hjá okkur í þess-

um efnum en t. d. Norðmönnum og Sví-

um, áður en þeir tóku skipulega á þess-

um málum. Einmitt nú er auðvelt að

kenna þetta, þegar það sjálfsagða fyrir-

komulag er að komast á, að börnin fá

mjólk í skólunum og borða bitann sinn

með, í stað þess að hlaupa út í næstu

búð, drekka gosdrykki og borða vínar-

brauð.

HÚSPREYJAN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48