Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hśsfreyjan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hśsfreyjan

						fræðslu. Þó vil ég hér samt geta tveggja:
Sú fyrri var gerð í Suður-Afríku. Þar
var fjölskyldum, sem nutu heilsuverndar
og lækningastöðvar einnar, skipt i tvo
hluta. Annar hlutinn varð aðnjótandi
góðrar heilbrigðisfræðslu, hinn ekki. Að
öðru leyti fengu hóparnir sömu þjónustu.
Á fimm árum varð ungbarnadauði hjá
þeim fjölskyldum, sem fræðslunnar nutu,
13% lægri en hinna. Á sama tíma höfðu
gagngerðar breytingar til bóta átt sér stað
í heimilisháttum þeirra fjölskyldna, sem
fræðslunnar nutu.
Síðari tilraunin var gerð í Bretlandi. Þar
voru valdar fjölskyldur til að taka þátt í
heilbrigðisfræðslu. Stofnað var til félags-
starfsemi heimilisfeðranna annars vegar og
mæðranna hins vegar. 1 félagshópunum
voru ýmis mál tekin til meðferðar og um-
ræðna, t. d. meðferð ungbarna, geðvernd-
armál, heimahjúkrun og fleira, sem allt
miðaði að því að bæta samvinnu heimil-
anna og heilbrigðisyfirvaldanna. Á fimm
árum lækkaði í fjölskyldum þessum hlut-
fallstala þeirra barna, sem leggja varð inn
á sjúkrahús, úr 2,6% í 0,4%.
Heilbrigðisfræðsla hefur breytzt allmjög
hin síðari ár, bæði hvað viðvíkur aðferð-
um og verkefnum, Nú er meira lagt upp
úr jákvæðri fræðslu, þ. e. að segja mönn-
um hversu þeir skulu haga sér til að koma
í veg fyrir vanheilindi, í stað þess að áður
var meira lagt upp úr neikvæðri fræðslu,
þ. e. að segja mönnum, hvernig þeir skyldu
ekki haga sér. Með því verður fræðslan
öll bjartari og skemmtilegri og að sama
skapi áhrifameiri. Að sjálfsögðu er nauð-
synlegt að nota báðar aðferðirnar eftir því
sem við á. Yfirleitt er forðazt að hræða
fólk með sjúkdómum.
Tilgangur heilbrigðisfræðslu er ekki sá
að gera fólk að sínum einkalæknum, hann
er heldur ekki sá að fá menn til að leita
læknis í tíma og ótíma, heldur sá að menn
leiti læknis, þegar þess gerist þörf. Fólk
þarf að kunna nokkur skil á eigin heil-
brigðisvandamálum, svo það aðhafist eitt-
hvað til að koma í veg fyrir sjúkdóma og
ótímabæran dauða.
Fólk hefur áhuga á heilbrigði og læknis-
fræði. En það nýtur ekki þeirrar fræðslu,
sem það þarfnast og á rétt á. Ur því þarf
að bæta.
Úr erindi flullu á aiialjundi Bandalags kvenna
í Reykjavík, 26. september 1967.
Framhald af bls. 1.
Við tölum um góSan eSa vondan heim.
Veiztu þaS, aS í því felst í raun og veru
ekkert annaS en þaS, hvort móSirin, sem
á barni heldur gerir sér Ijóst, aS sál þess
er akur, sem þyrstir í sœSi, sœSi, ávöxt
annarra sálna. Og vöxlurinn fer eSlilega
eftir því, hvert frœiS er.
Þú vitt kannske barni þínu ekki him-
ininn aS gjöf? Gleymdu þá jólunum —
berSu JesúbarniS út á freSna jörS, — og
þaS deyr, en þú gengur mót komandi degi
sem allra þokkalegasta mold.
Þig skortir kannske þrótt til þess aS
finna, aS JesúbarniS var gjöf himinsins?
Manstu eftir, hvaS englarnir og fjárhirS-
arnir sögSu, — manstu eftir öllum voltun-
um, sem sagan greinir frá allt til þessa
dags:
„Eg heyrði' hann tala. —
ASeins augnablik.
—  ÞaS er mér nóg:
ÞaS tœmir dauSans höf.
Eg vildi' aS þetta eina augnablik
þér allir fengjuS nú í jólagjöf!
—  O, hlustiS, hlustiS! -—
Hann er meSál vor,
og hann er enn að gefa blindum sýn
og blómum strá í bama sinna spor
og biSja, hvísla: KomiS þér til mín!"
Já, hlustaSu og sjáSu, hann mun birtast
þér sem sendiboSi himins og hann biSur
um aS fá aS leggja barninu þínu veg til
Ijóssins lands.
1 örmum þér var guSsríkiS, gefSu barn-
inu þínu hlutdeild í því meS þér.
Sig. Haukur Guðjónsson.
HUSFREYJAN
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Auglżsingar
Kįpa III
Kįpa III
Kįpa IV
Kįpa IV