8 Magnús Pétursson Steblin-Kamenskij var mikill persónuleiki og fræðimaður með af- brigðum. Hann gerði norræn fræði fyrst raunverulega þekkt í Sovét- ríkjunum, bæði með eigin ritgerðum og þýðingu. norrænna verka á rússnesku, svo að þau yrðu almenningi aðgengileg. Jafnframt menntaði hann mikinn fjölda fræðimanna, sem síðan hafa haldið uppi merki norrænna fræða víða um Sovétríkin og jafnvel utan þeirra. Af þeim, sem íslenzkir fræðimenn þekkja bezt, má nefna Valerij P. Berk- ov, sem er höfundur prýðisgóðrar íslenzk- rússneskrar orðabókar. Val- erij Berkov tók við stöðu Steblin-Kamenskijs, er hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Einnig ber sérstaklega að nefna O. A. Smirnitskaja, sem hefur þýtt mikið af íslenzkum bókum á rússnesku og ritað ágætar rannsóknarritgerðir um íslenzk fræði. Steblin-Kamenskij unni mjög íslandi og íslenzku máli. Má örugg- lega segja, án þess að á nokkurn hátt sé dregið úr mati hans á hinum skandinavísku málunum, að íslenzkan hafi verið uppáhald hans. Hann skrifaði bréf á algjörlega villulausri íslenzku og fylgdist alla tíð vel með íslenzkum málefnum og sérstaklega með þróun íslenzkra fræða. Eftir Steblin-Kamenskij liggur mikið framlag til íslenzkra fræða, bæði til sögulegrar málþróunar, til bókmenntafræða og til rannsóknar íslenzks nútímamáls. Steblin-Kamenskij var hljóðkerfisfræðingur í orðsins fyllstu merkingu. Hann hafði að leiðarljósi kenningar Trubetz- koys þess efnis, að allar einingar tungumálsins væru skilgreindar innan ramma viðkomandi tungumáls og mikilvægi þeirra væri tengt hlutverki þeirra í málkerfinu. Kemur þetta einkum greinilega fram í hinni þekktu ritgerð hans „Islandskoe peredvizenie soglasnyx", Skandinav- skij sbornik 2, 205-221 og 302-319 (1957), þar sem hann skýrir flestar hljóðbreytingar nútímaíslenzku út frá hljóðkerfi málsins. Hann var alla tíð vantrúaður á, að skýringa á breytingum tungumálsins væri að leita í eðlisfræðilegum eða líffræðilegum fyrirbærum, sem tækja- hljóðfræðingar fást við að rannsaka. Kemur það vel fram í ritgerð hans ,,The Phoneme — a bundle of DF?" Linguistics 146, 83-89 (1975). Hann var því vantrúaður gagnvart kenningum Jakobsons, að fónemið væri knippi deiliþátta, ef það væri meint, að deiliþætti væri hægt að ákveða og mæla með eðlisfræðilegum aðferðum. Þó þýddi það ekki, að hann hafnaði tækjahljóðfræðilegum rannsóknum, en hann taldi, að farið væri út fyrir svið tækjahljóðfræðinnar, ef á þann hátt væri reynt að skýra og skilgreina aðgreinandi einingar tungumáls- ins.