Um lýsingarhátt nútíðar 211 I dæmi (2) samsvarar Ih. nt. lýsingarorði eins og sjá má með víxl- prófi (falleg) og því að hann getur tekið með sér sams konar ákvæðis- orð (afar) og lýsingarorð. I þriðja lagi er lh. nt. af áhrifssögnum notaður í þm.-merkingu með vera, þ. e. hann stendur með frumlagi eða frumlagsígildi sem samsvar- ar andlagi tilsvarandi gm.-setningar. Það helst óbreytt sé það þgf./ef.- andlag, sbr. (3)a, en breytist í nefnifall sé um að ræða þf.-andlag, sbr. (3)b, rétt eins og í þolmynd: (3)a Honum var (*afar) treystandi (sbr. E-r treysti honwn (gm.) og Honum var treyst (þm.)) b Mjólkin var (*ákaflega) drekkandi (sbr. E-r drakk mjólkina (gm.) og Mjólkin var drukkin (þm.)) I dæmi (3) samsvarar lh. nt. sagnorði eins og sést af samsvarandi þm.-setningum og því að ekki er unnt að nota þar ákvæðisorð sem standa með lo. (ákaflega, afar). Hér á eftir verður fjallað um slíka þrenns konar notkun lh. nt. af áhrifssögnum í sér köflum, 3.1-3.3. 3.1 Lh. nt. af áhrifssógnum í dvalarmerkingu I kafla 2.0 var sýnt að lh. nt. af ástandssögnum er notaður með vera (Hann var sofandi) en ekki lh. nt. af öðrum áhrifslausum sögnum (*Hann var sofnandi). í kafla 2.1.6 var þó sýnt að með notkun sér- stakra atviksliða (alltaf, sí og œ) er einnig unnt að nota lh. nt. af öðr- um áhrifslausum sögnum á þennan hátt (Hann var alltaf sofnandi). Á sama hátt er einnig unnt að nota lh. nt. af áhrifssögnum með slíkum atviksliðum til að fá fram (endurtekna) dvalarmerkingu, sbr.: (4)a Hún var stöðugt spyrjandi (að spyrja) sömu spurningar b Hann var alltaf reykjandi (að reykja) vindla c Hann er sífellt lesandi (að lesa) bækur I dæmum (4) er tilvist atviksliðanna forsenda þess að unnt sé að nota lh. nt., en dvalarhorf (vera + lh. nt.) er hægt að nota með eða án slíkra atviksliða. Notkun orðskipunarinnar vera + Ih. nt. með slíkum atviksliðum er því sameiginleg áhrifssögnum og áhrifslausum sögnum og felur hún í sér sérstakt stílbrigði, þ. e. látin er í ljós undrun, hneykslun, óþolin- mæði eða e-ð slíkt, eins og áður hefur verið vikið að.