Frá íslenska málfræðifélaginu Aðalfundur íslenska málfræðifélagsins 1981 var haldinn í Árnagarði 30. nóvember. Að lokinni skýrslu stjórnar fór fram stjórnarkjör, og voru eftirfarandi menn kosnir í stjórn: Kristján Árnason, formaður, Jón Friðjónsson, gjaldkeri, Stefán Karlsson, ritari, Höskuldur Þráins- son, ritstjóri íslensks máls, og Guðrún Kvaran, meðstjórnandi. Vara- menn voru kosnir Svavar Sigmundsson og Indriði Gíslason. Á undaförnu starfsári hefur félagið að venju gengist fyrir umræðu- fundum um efni er varða málfræði og málfræðikennsiu. Fyrsti fundurinn var haldinn 4. febrúar 1982 í kaffistofu Norræna hússins, í samráði við Samtök móðurmálskennara. Fundarefnið var mál- fræðikennsla í framhaldsskólum. Málshefjendur voru íslenskukennar- arnir Baldur Ragnarsson, Ólafur Oddsson, Sveinn Árnason og Sölvi Sveinsson. Auk almennrar umræðu um málfræðikennslu og markmið hennar var sérstaklega rætt um síðara hefti Islenskrar málfræði eftir Kristján Árnason. Gerðu frummælendur grein fyrir reynslu sinni af notkun bókarinnar og gerðu athugasemdir um efni hennar og fram- setningu. Annar fundurinn á starfsárinu var haldinn 20. apríl. Þar hafði fram- sögu Baldur Jónsson dósent og ræddi um tölvunotkun við orðabókar- gerð. Baldur hefur gengist fyrir notkun tölvu við málfræðirannsóknir við Háskóla íslands, og greindi hann frá því gagni sem hafa mætti af tölvum við samningu orðabóka og orðaskráa. Á fundi félagsins 18. ágúst var frummælandi prófessor Christer Platzack frá Stokkhólmsháskóla. Umræðuefni hans var orðaröð í germönskum málum. Ræddi hann um viðfangsefnið frá sjónarmiði svokallaðrar EST-kenningar (Extended Standard Theory) í ummynd- anamálfræði og ræddi um leiðir til að greina reglur um íslenska setn- ingaskipun, einkum orðaröð, með aðferðum þessarar kenningar. Fjórði og síðasti fundurinn á starfsárinu var 8. nóvember og fjallaði einnig um orðaröð. Þar greindi Eiríkur Rögnvaldson frá ýmsum athug-