Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 5

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 5
EINING 5 HELGI HELGASON verzlunarstjóri F. 27. maí 1876. D. 4. ágúst 1950. Þótt eg hafi þekkt Helga Helgason um 50 ára skeið og starfað með hon- um innan Góðtemplarareglunnar síðast- liðin 35 ár, þá finnnst mér samt að mér muni vefjast tunga um tönn, er eg minnist þessa látna og ógleymanlega samherja okkar. Þegar maður mætti Helga Helgasyni á götu fyrir nokkrum vikum, teinréttum og kvikum á fæti, án þess að séð yrði að ellin væri farin að beygja hann í baki, eða við tókum hann tali, og rædd- um við hann í góðu tómi um áhugamál okkar templara, þá gat maður ekki fundið það í neinu, að aldur hans væri þó orðinn þetta hár. Þess vegna vonuð- um við, að fá að njóta samstarfs við hann enn um nokkur ár. En það fór á annan veg. Valdboði dauðans getur enginn hnekkt. Því valdi verðum við allir að lúta. Helgi Helgason var fæddur að Móa- koti í Gullbringusýslu. Fór hann ungur til náms í Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 16 ára gamall. Til Reykjavíkur fluttist hann 1894 og gerðist verzlunarmaður við Ziemsens verzlun og starfaði við hana til dauða- dags. Helgi gekk í Góðtemplararegluna 11 ára gamall, og þá fyrst í barnastúku, en er hann kom til Reykjavíkur gerð- ist hann félagi st. Einingarinnar nr. 14. Eins og að líkum lætur urðu aðal- kynni okkar Helga innan vébanda Reglunnar. Skoðanir okkar féllu oftast saman í öllum aðalmálum hennar, og við hinir yngri templarar litum jafnan upp til þessa virðulega félaga okkar og skoðuðum hann, sem foringja okkar í ýmsum þýðingarmiklum málum, sem á dagskrá voru, enda fannst okkur jafnan happadrjúgt að fylgja ráðum hans og forsjá. Eins og hann var þétt- ur á velli var hann líka þéttur í lund, og kenndi þá stundum skapþunga í röddinni, er hann þóttist hafa rétt mál að sækja eða verja, en hófs gætti hann jafnan í umræðum þó að í odda skær- ist. Hann gerði jafnan háar kröfur til sjálfs sín í lífinu, og vænti þess að aðrir gerðu slíkt hið sama. Eins og vænta mátti voru honum falin mörg trúnaðarstörf innan Regl- unnar. Þingtemplar var hann í fjölda ára. Stórtemplar árið 1939 til 1940, og mun hafa átt kost á því embætti mörgum sinnum áður. í fjármálanefnd Stórstúkunnar starfaði hann í fjölda mörg ár, og umboðsmaður stórtemplars var hann í st. Einingunni um tugi ára, og ennfremur umboðsmaður fyrir Þing- stúku Reykjavíkur nú síðustu árin. gegndi hann öllum embættum sínum með miklum myndarbrag, og lagði djúpan skilning í siðastarf Reglunnar, og ekki hvað sízt í inntökusiðina. Vitanlega naut st. Einingin aðal- starfskrafta hans, en þó svo væri, þá held eg megi fullyrða, að hann hagaði störfum sínum á þá lund, að þau kæmu að sem beztum notum fyrir Regluna í heild, enda sýndi það sig bezt, ef Regl- an tók upp einhver nýmæli, sem hann taldi henni til hagsbóta eða frama, þá var hann manna fyrstur til að ljá þeim fylgi sitt. Má í því sambandi nefna, þegar hann var stórtemplar, að þá var hann aðalhvatamaður þess, að Bókabúð Æskunnar var sett á stofn. Sama má segja um happdrætti templara, sem stofnað var til fyrir nokkrum árum, og sem aflað hefur Reglunni talsverðra tekna. Hann sá nauðsynina á þeirri starfsemi, og gekk þar óskiptur til starfa, og mun enginn hafa komizt hærra í sölu happdrættismiða en hann og hafa þó margir Reglufélagar unnið vel á þeim vettvangi. En þó býst ég við, að Landnám Templara að Jaðri hafi tekið huga hans einna föstustum tökum af því, sem Reglan hefur haft með höndum. Þegar nolíkrir ungir menn í Reglunni, hinir svokölluðu Jaðarsmenn, hófu starf sitt þar efra árið 1938, léði Helgi því máli strax í upphafi allt sitt fylgi og fullan stuðning. Var það mikil upp- örvun fyrir hina ungu drengi, sem þarna voru að verki að hafa svo gætinn og glöggan fjármálamnn sern stuðn- ingsmann slíks nýmælis, sem þarna var á ferðinni. Marga erfiðleika var við að etja, ekki sízt meðan byggingar- framkvæmdirnar stóðu yfir. Var hans þá oft leitað, og munu oft mörg vanda- málin hafa verið leyst fyrir tilstilli hans. Hann fylgdist með starfinu ekki síður en hinir virku þátttakendur. Og mér er það persónulega kunnugt, að í bana- legunni var hugur hans oft upp á Jaðri. Daglega var hann með fyrirspurnir um það hvernig þar gengi, og hann var með ýmsar framtíðaráætlanir um starf- semina þar, og ennfremur hvemig mætti prýða þenna stað okkar í fram- tíðinni. En þá var kallað til hans úr öðmm stað til annarra starfa, og því kalli varð hann að hlýða, en eg veit að Jaðars- menn sakna hins mikla ráðgjafa síns og munu minnast Helga Helgasonar með þakklátum huga fyrir alla hans trúfesti við störf þeirra, fyrir einlægn- ina og drengskapinn í garð þeirra, og ekki sízt fyrir það traust, sem hann jafnan bar til þeirra. Regla Góðtemplara hefur mist einn af sínum glæsilegustu félagsbræðmm, og við söknum, er góðir drengir hverfa af sjónarsviðinu, en við skulum lifa og starfa áfram í þeirri von og trú, að maður komi í manns stað. J. Ö. O. t KRISTIMN GUÐLAUGSSON Kristinn Guðlaugsson á Núpi í Dýra- firði var alkunnur sæmdar- og dreng- skaparmaður. Verk hans vom svo mikil og margvísleg, að fátt eitt verður talið í stuttri minningargrein. Hann var iafn- merkur búhöldur sem nytsemdarmaður í félaga- og menningarmálum. Hann var valmenni. — Hann var einn kunnasti menningarfrömuður og héraðshöfðingi Vestfjarða, brautryðjandi í félags- og menningarmálum, naut alls staðar mikils trausts og því jafnan valinn til fomstu. Kristinn Guðlaugsson fæddist 13. nóvember 1868 að Þremi í Garðsár- dal í Eyjafirði, ólzt upp í foreldrahúsum til 18 ára, lauk námi við bændaskólann á Hólum 1892, réðst þá í þjónustu Búnaðarfélags Mýrahrepps í Dýrafirði, keypti Núp 1896, húsaði jörðina vel, gerðist athafnasamur búhöldur og kom upp stórum barnahópi. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Vestfjarða frá FRAMALD á bls. 8.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.