Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Neisti

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Neisti

						UTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG  SIGLUFJARÐAR
Siglufjarðarprentsmiðja
20. tbl. Fimmtudaginn 9. nóv. 1944
12. árgangur
Frá 8. þingi F. F. S. í.
Þingið sóttu 40 fulltrúar hinna ýmsu fagfélaga sjó-
mannastéttarinnar, flest starfandi sjómenn. Meðal
annarra mála, er þingið hafði til meðferðar, voru
atvinnu- tíg launamálin.
8. þing F.F.S.Í. telur það póli-
tíska ástand, sem nú ríkir í land-
inu, óviðunandi, og mjög hættu-
legt framtíð þjóðarinnar, og harm-
ar það, að Alþingi skuli enn ekki
hafa tekizt að mynda sterka ríkis-
stjórn, er leyst gæti hin aðkallandi
vandamál þjóðarinnar, svo sem
dýrtíðarmálin.
8. þing F.F.S.Í. beinir því ein-
dregið þeirri áskorun til Alþingis:
1. Að þegar sé mynduð sterk
ríkisstjórn, er beri hag allrar þjóð-
félagsheildarinnar jafnt fyrir
brjósti, og leitist við að efla þá
atvinnuvegi landsmanna, sem öðr-
um fremur hafa borið uppi þjóðar-
búskapinn, og fyrirsjáanlegt er,
að ríkið verður að byggja lífs-
afkomu sína á í framtíðinni.
2.  Að breyta nú þegar lögum
um verðlag og eftirlit á innflutt-
um vörum í það horf, að framveg-
is verði verzlunarálagning varanna
eingöngu miðuð við netto-inn-
kaupsverð í erlendri höfn, þannig,
að eigi komi verzlunarálagning á
farmgjöld, tolla, tryggingar og
annan þann kostnað, er af heim-
flutningnum leiðir.
3. Að unnið sé að því eftir föng-
um, að efla þá markaði fyrir
framleiðslu landsmanna, sem til
eru, og einskis látið ófreistað til
öflunar nýrra og endurnýjunar
þeirra, sem af kreppu- og styrjald-
arástæðum hafa ekki getað orðið
hagnýttir undanfarin ár. I þessu
sambandi vill þingið benda á þá
möguleika, að ýmsir nýjir og verð-
mætir markaðir kunna að opnast
fyrir     væntanlega starfsemi
UNRRA.
4. Þótt 8. þing F.F.S.I. telji, að
stefna beri að því, að afnumdar
séu allar verðuppbætur á fram-
leiðsluvörur landsmanna, með þeim
rökum, að slíkar uppbætur komi
mjög sjaldan að tilætluðum notum
og skipting þeirra milli framleið-
enda hljóti í flestum tilfellum að
vera óréttlát, telur þingið ekki
verða hjá því komizt, svo framar-
lega, sem haldið verður áfram að
greiða verðuppbætur á landbúnað-
arafurðir, að greiða tilsvarandi
uppbætur á sjávarafurðir til þess
að tryggja það, að þeir, sem vinna
við útveginn, þurfi ekki að búa við
lakari kjör en aðrir þegnar þjóð-
félagsins.
5. 8. þing F.F.S.I. ályktar að
skora á Alþingi og ríkisstjórn að
hlutast til um það, að persónufrá-
dráttur á skattaframtölum verði
aukinn til verulegra muna. Telur
þingið slíkan persónufrádrátt ekki
meiga vera lægri en var fyrir stríð
að viðbættri verðlagsvísitölu eins
og hún er að meðaltali hvert ár.
GREINARGERÐ:
Atvinnu og launamál.
1. Án þess að lagður sé dómur
á störf núverandi ríkisstjórnar al-
mennt, getur ekki orkað tvímælis,
að skortur. á þingfylgi hafi mjög
torveldað öll störf hennar og staðið
í vegi fyrir raunhæfum aðgerðum
af hennar hálfu, í dýrtíðarmálun-
um og á öðrum sviðum.
Það er óvéfengjanleg staðreynd,
að sjávarútvegurinn er og hefur
verið, langsamlega tekjudrýgsti at-
vinnuvegur landsmanna, og undir-
staða undir lífsafkomu þjóðarinh-
ar. Því skyldi búið svo að þessari
lífæð þjóðarinnar, að hún reynist
fær um það í framtíðinni, að leysa
það hlutverk af hendi, er hún hef-
ur gegnt hingað til og verður að
gegna í framtíðinni, ef þjóðin á að
vera fjárhagslega sjálfstæð.
2. Öllum mun ljóst vera, að ein
af aðalorsökum dýrtíðarinnar sé
að verulegu leyti hin óeðlilega milli
liða álagning á innfluttar vörur.
Svo verður að líta á, að ef ekki
verður hafizt handa til að stöðva
þá ófremd, sé efnalegu, og um leið
pólitízku sjálfstæði þjóðarinnar
stefnt í hættu. Til lítils var barizt,
ef við eigum að glata sjálfstæði
okkar, sem við höfum sameinaðir
barizt fyrir og hlotið glæsilegan
sigur, sökum þess, að stjórnarvöld
landsins bera ekki gæfu til að leysa
dýrtíðarmálin á viðunandi hátt.
Það verður að teljast eðlilegt og
sjálfsagt, að Alþingi og ríkisstjórn
stígi fyrstu sporin, sem stíga þarf
til lausnar dýrtíðarmálunum, með-
al annars með því að afnema það
óréttlæti, að innflyt jendum þolist
léngur en orðiu er að reikna verzl-
unarálagningu á óeðiiiega há farm
gjöld, auk tolla, trygginga og ann-
ars kostnaðar, er af innflutningn-
um leiðir. Vitanlegt er, að öll þjóð-
in þráir raunhæfar aðgerðir í dýr-
tíðarmálunum. Enn hafa Alþingi
og ríkisstjórn ekki leyst þau mál
á neinn þann hátt, er viðunandi sé.
3. Langt er nú síðan saltfisk-
markaður íslendinga í Miðjarðar-
hafslöndum glataðist^ og flytja
varð megnið af saltfiskframleiðsl-
unni til Mið - og Suður - Ameríku.
Síðan lagðist sá útflutningur einn-
ig niður, er rímkast tók um ísfisk-
flutninga til Bretlands sökum
styrjaldarinnar. Yfirleitt má segja,
að útfiutningsleiðir okkar nú liggi
í farvegi, sem verði að breytast, er
hildarleik stórþjóðanna lýkur.
Veltur þá af sjálfsögðu mjög á því,
að rétt sé á málum okkar haldið,
og einskis til sparað, að koma út-
flutnings - og markaðsmálum okk-
(Framhald á 2. síðu)
ROBERTBENDIX
þakkar verkamönnum.
I viðtali, sem blaðið átti við
Robert Bendix (eftir ósk hans),
en hann er sá maður, sem sá um
uppsetningu á Skeiðsfosslínunni
innan yfir f jall.
Tók hann fram eftirfarandi:
Uppsetning línunnar hefði geng-
ið mjög vel, og verið lokið 26. okt.
s. 1. og hefði það verið fyr en á-
ætlað var í fyrstu.
Verkamenn þeir, sem við línuna
unnu, hefðu reynzt mjög vel, og
leyst störf sín fljótt og vel af
hendi. Afköstin sýndu það. Þeir
ættu því fyllstu þakkir skilið, bæði
þeirra, sem um verkið áttu að sjá,
og bæjarbúa yfirleitt, því það, að
verkinu var lokið á undan áætlun
væri ekki hvað sízt verkamönnun-
um að þakka. Bað hann blaðið
fyrir sínar beztu þakkir til verka-
manna fyrir samstarfið og vill
blaðið gera það hér með, og um
leið gleðjast yfir þessum ummæl-
um.
Slíkur vitnisburður sem þessi
er ávallt gleðilegur, um leið og
hann er einnig hnefahögg framan
í þá broddborgara og rægitungur,
sem oft heyrast predika um svik-
semi verkamanna við störf, og
hugsun þeirra um að standa á sig
kaupið.
Slík stórvirki, sem Skeiðsfoss-
virkjunin verða ekki framkvæmd
án verkamanna og í mörgum til-
fellum eru þeir sá meginkraftur,
sem fyrirtækið stendur og fellur
með. Verkamennirnir eru ein af
aðalmáttarstoðum . þjóðfélagsins,
og eru ummæli slík sem þessa
framangreinda manns því mjög
gleðileg og uppörfandi, því þau
sýna kraftinn og stirkleikann, sem
býr í þessari í þjóðfélagsstoð.
...-';^;"^;"V~""'^Í

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4