Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 30

Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 30
Francine Hughes Úr bókinni — „RÚMIÐ BRENNUR“ A nœstunni kemur út hjá Máli og menningu bókin Rúmið brcnn- ur eftir Faith McNulty. Petta er sannsöguleg frásögn og fjallar um bandaríska konu, Francine Hughes, sem réði manni sínum bana árið 1977. Rakin er œvi Francine, sagt frá hjónabandi hennar og Mickeys og hvernig ofbeldi hans og harðýðgi brýtur hana niður smám saman. Einnig eru rakin réttarhöldin í máli hennar. Bókin lýsir hvaða áhrif langvarandi ofbeldi hefur á Francine og viðbrögð- um œttingja, nágranna og opinberra stofnana við því ofbeldi sem ríkir í fleiri fjölskyldum en margir vilja vera láta. E. G. í fyrstu hafði reiði Mickeys aðallega bitnað á Francine en nú voru börnin ekki undanskilin. Þegar þau fóru í taugarnar á honum lokaði hann þau úti eða rak þau upp á loft, og ef hann var í sérstaklega slæmu skapi leyfði hann þeim ekki einu sinni að koma niður til að fara á klósettið. Ef þau laumuðust niður æpti hann á þau og skipaði þeim aftur upp og þau skutust burtu eins og hrædd- ar mýs. Christy var feit og það fór í taugarnar á Mickey að horfa á hana borða. Flann nöldraði í henni þangað til hún hljóp grátandi frá borðinu. Jimmy og jafnvel Dana gátu átt von á því að verða slegnir utan undir. Hann ráðskaðist með þau öll, smellti saman fingrum til að þau tækju eftir og benti reiðilega á dyrnar. Börnin voru sífellt á varðbergi og héldu sig frá honum. En það var ekki jafn auðvelt fyrir Francine að sleppa. „Mickey sat og drakk, horfði á mig og fór að langa í mig. Sam- farir voru ein af þeim skyldum sem ég varð að uppfylla. Ég vaknaði á morgnana og hugsaði með mér, „Ég þarf að gera þetta og þetta og svo vill Mickey hafa samfarir við mig. Þegar ég verð búin að taka til, slá blettinn, þvo þvottinn, þá vill Mickey samfarir. Svo get ég gert eitthvað annað.“ Það var engin ást, engin blíða. Stundum fékk ég fullnægingu eftir sex vikur eða meira, en í stað þess að líða vel, leið mér ógeðslega. Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir að hafa látið þetta koma fyrir. Hann langaði jafnvel að hafa samfarir við mig eftir að hafa komið hryllilega fram við mijj allan daginn — verið tullur, formælt mér og úthúðað á allan hátt, barið mig og grætt börnin. Á eftir fór ég inn á bað. Mig langaði til að æpa en ég setti þvottapokann fyrir andlitið og grét án þess að heyrðist til mín. Ég vildi ekki að börnin vissu að mamma þeirra væri inni á baði og langaði til að vera dauð. fi 30 Fyrst var ég algjörlega miður mín, svo hugsaði ég með mér, „Þú getur ekki verið alla þína ævi hérna inni á baði með þvottapokann uppi í þér. Þú átt börn sem treysta á þig.“ Ég hugsaði um hvort guð væri að reyna styrk minn og trú, ég baðst fyrir og leið betur dálitla stund.“ Stundum var Mickey heima og drakk allan daginn, í stað þess að fara á krána. Eftir því sem leið á daginn varð hann ókyrrari og verri viðskiptis og Francine vissi að ógurlegt kvöld væri fram- undan. Francine rifjar upp fyrir sér dæmigert kvöld. Það byrjaði á því að Mickey fór að tala um allt það sem fór í taugarnar á honum: stjórnmál, svertingja, atvinnulífið og að jafna ætti svörtum og hvít- um börnum niður á skólana með því að keyra þau í skólann og heim. Eftir því sem hann varð drukknari því persónulegri varð reiðilesturinn, „Þú ert svo andskoti vitlaus!" sagði hann hvað eftir annað. Hann var feginn að vera ekki giftur henni. Þau voru í eldhúsinu og hann barði í borðið. Þegar Francine reyndi að fara skipaði hann henni að setjast niður. Mickey sat í hægindastól. Francine sat á borðstofustól, og þegar hún reyndi að hagræða sér æpti hann að hún ætti að sitja kyrr. Francine stirðnaði og vonaði að hann léti sér nægja að tala en færi ekki að berja hana. Af og til reis Mickey á fætur, gekk um gólf, fékk sér bjór eða hallaði sér ógnandi yfir hana og starði reiðilega á hana. Hann slökkti ljósið svo hún sá aðeins glitta í hann í daufri skímunni innan úr stofunni en allt umhverfið fékk á sig martraðarblæ. Þarna hélt hann henni klukku- stundum saman. „Hann talaði og talaði og talaði, gortaði af því að vera karl- rembusvín og manaði mig til að segja eitthvað um réttindi kvenna. Ég þagði. Þá stóð hann á fætur, hallaði sér yfir mig og ég stífnaði öll vegna þess að ég vissi ekki hvort hann mundi slá mig. Ef ég reyndi að standa upp sagði hann, „Hvert heldurðu aö þú sért að fara? Ég sagði þér að sitja kyrri.“ Ég svaraði, „Leyfðu mér nú að fara á klósettið.“ Þá sagöi hann mér að vera fljót og þegar ég kom til baka stóð hann yfir mér, „Sestu nú þarna, merin þín, eins og ég var búinn að segja þér.“ Síðan sat ég þarna í nokkra klukkutíma í viðbót. Mig verkjaði í allan skrokkinn. Ég var svo þreytt og hugs- aði með mér, „Hvað getur þetta haldið lengi svona áfram? Er ég svona vond manneskja að ég eigi þetta skilið?“ “ Önnur kvöld lét Mickey ekki sitja við orðin tóm heldur sló líka. „Hann barði mig þangaö til ég hljóp út og þá kom hann á eftir og elti mig. Mér fannst ég vera eins og hundelt dýr, ég hrasaði í

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.