Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 34

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 34
Anna Margrét Ólafsdóttir og María Heiðdal: Ungbarnið Iðunn, 1982 Nýlega kom út hjá bókaforlaginu Iðunni bókin Ungbarnið, sem mig langar að vekja athygli á. Hún er skrifuð af hjúkrunarfræð- ingunum Önnu M. Ólafsdóttur og Maríu Heiðdal, sem báðar hafa starfað við ung- barnaeftirlit. Bókin ber þess merki að þarna eru að verki konur, sem þekkja þarf- ir ungra foreldra við íslenskar aðstæður. Bókin svarar á fordómalausan hátt flestum spurningum sem ungir foreldrar eru að velta fyrir sér. Fyrst er fjallað um rneðgöngutímann og þar er skýrt á einfaldan hátt frá ýmsum ein- kennum, sem konur finna fyrir. Kaflinn foreldrahlutverkið lýsir því sem margir huga ekki að í fyrstu en þörf er á að velta fyrir sér í tíma, því að margt breytist þegar nýr einstaklingur kemur í fjölskyld- una. Þarna er að finna upplýsingar er varða dag- Iega umönnun barnsins og einmitt þau vandamál sem vefjast fyrir mörgum. Einnig eru ráð og leiðbeiningar um hentugan klæðnað og útiveru barna. Kaflarnir um þroska barnsins, leiki og leik- þörf, málþroska og örvun og umhverfi eru allt mjög greinargóðir kaflar, sem lýsa þroska og þörfum barna fyrstu tvö árin og svara flestum spurningum foreldranna og auka skilning þeirra á þroska og þörfum barna. Til dæmis hef ég ekki áður séð í bókum neitt um málþroska barna fyrr en þarna. Einnig er vaxtarlínurit, sem foreldr- ar geta sjálfir skráð inn lengd og þyngd barnsins. Kaflinn um brjóstagjöfina veitir fróðleik um starfsemi mjólkurkirtlanna, næringar- gildi mjólkurinnar, hvað best er að gera til að auðvelda brjóstagjöf og um þá erfiðleika sem upp koma hjá flestum. I kaflanum um mataræði er að finna leið- beinjngar um fæðuval fyrir börn fram á annað ár, og gefin einföld ráð til að laga barnamat heima. Einnig um helstu melt- ingartruflanir barna og hvernig bregðast skuli við þeim. Aftast í bókinni er tafla um smitsjúkdóma. Þar er lýst einkennum þeirra og hvað beri að gera í hverju tilviki. Hér er aðeins drepið á það helsta í bókinni en margan annan fróðleik er að finna. Ég álít að bók þessi eigi eftir að koma að mikl- um notum og svara spurningum margra. Það er ómetanlegt að höfundarnir eru íslenskir og hafa unnið viö að leiðbeina for- eldrum. Ég hef ekki áður séð slíka bók. Auk þess er bókin óvenju ódýr. Ég vil þakka Önnu Margréti og Maríu fyrir góða bók, sem kemur mörgum að góðum notum. Hólmfríður R. Árnadóttir „Stand we at last“ Zoe Fairbairns Alltaf öðru hvoru sér maður í erlendum blöðum dóma eða fréttir af nýjum bókum og óskar sér að þær væru þegar komnar til landsins. Ein slík er ný bók eftir enska rit- höfundinn Zoe Fairbairns, þekktan kven- rithöfund í heimalandinu. Bókin kom út í síðasta mánuöi. Þetta er skáldsaga og ber nafnið „Stand We At Last“ sem gæti mögulega heitiö „Loksins hnarreistar" á íslensku. Bókin telur einar 600 blaðsíður og rekur sögu fimm kynslóða kvenna allt frá niiöri síðustu öld fram til ársins 1972. Það sem hér fer á eftir er að mestu endur- sagt úr enska dagblaðinu The Guardian en grein í því blaði sagði frá bókinni og flétt- aði inn í orðum Zoe sjálfrar. „Mig langaði til að skrifa skemmtilega sagnfræðilega skáldsögu handa fólki, sem hefur gaman af slíkum bókmenntum. Og sérstaklega langaði mig til að skrifa slíka skáldsögu vegna þess að mér finnst oft sem konur hafi litla tilfinningu fyrir sinni arf- leifð. Viö þurfum að ýta undir meðvitund okkar á hinu liðna svo við getum lært af því. Það voru ekki nútímakonur sem fundu upp feminismann." Zoe var í þrjú ár að skrifa bókina. Skrifin kostuðu miklar kannanir á sögulegum bak- grunni og tíðaranda hvers tímabils eins og gefur að skilja með slíka bók. Sagan er fyrst og síðast saga kvenna, sem eru að berjast fyrir jafnrétti og frelsi. Höfundurinn notar venjulega atburði í lífi kvennanna, hjóna- band, barnsburð o.þ.h. til að sýna þá bar- áttu, sem þær áttu í gegn lögum og viðhorf- um karlanna. Karlarnir í sögunni eru ekki allir vondir og konurnar eru ekki allar illa settar. En bókin sýnir að samband konu viö karl eöa hjónaband er ekki eina tækifærið til hamingjunnar og hversu erfið samskipti kvenna eru oft á tíðum. Þessi bók, segir greinarhöfundur einnig, sýnir að það má skoða mannkynssöguna á annan hátt en tíökast — á persónulegri hátt. Styrjaldir og stjórnmál skipta minna máli en dauðsfall vinar eða það að ganga með barn. Konurnar í bókinni standa á allt öðrum sjónarhóli en karlmennirnir, þeir sem eru að taka stóru ákvarðanirnar. Til aö mynda eru konurnar stcttlausar, jafnvel á þeirn tímum er stéttarstaða skipti öllu. Höf- undurinn ver stéttleysi kvenna og skýrir: „Konur gengu einfaldlega inn í þá stétt. sem eiginmenn þeirra tilheyrðu. Þegar viö segjunt að kona tilheyri hinni eða þessari stéttinni, þá eigum við bara við að maður hennar, cða pabbi hennar sé af þeirri stétt. Konan á allt sitt undir karlinum komið. Á Viktoríutímabilinu gat kona verið forrík yfirstéttarkona einn daginn og öreigi þann næsta." Framvinda sögunnar fylgir kvenleggnum í þessari bók en ekki þó á augljósasta hátt- inn, eltandi tjölskylduböndin. „Því aug- ljósustu og nánustu tengslin, t.d. móður og dóttur geta einmitt verið þau erfiðustu og sem verst er að sætta sig við. Dætur snúa baki við lífsstíl mæðranna og leita til ann- arra kvenna — slík vináttutengsl skipta mig meiru." Þessari bók lýkur þar sem Jackie, árið 1972, horfist í augu við þá staðreynd að hún verði að ala önn fyrir barni sinu ein, án föður þess. „Jackie er eins og ég — fædd og alin upp eftir síðari heimstyrjöldina. Okkur var lofað að við ættum jafnan rétt til náms og vinnu. okkur var lofað að til væri jafn- staða. Þessi loforð hafa enn ekki verið efnd. Við verðum að lifa við þá staðreynd." Þó virðist bókin bjartsýn og hún er full af trú á konur. Ólíkt fyrri bók Zoe, Benefits (1979), sem komst að á mjög neikvæðum niðurstöðum um meðferð hins opinbera á konum og stöðu þeirra yfir höfuö. „Ég vona bara að konur hafi gaman af þessari bók því hún er kvennabók," segir Zoe Fairbairns. „Ef karlmönnum líkar hún illa, þá er mér alveg sama. Gallinn við orð- ið kvennabók er sá, aö það getur þýtt svo margt, alveg eftir því hver notar orðiö. Þegar feministar tala um kvennabækur, verður orðið hrós. í munni annarra er það notað í niðurlægjandi merkingu." Það er kvennaforlagið Virago, sem gel'ur bókina út. Ms

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.